Pages

Showing posts with label Motivation. Show all posts
Showing posts with label Motivation. Show all posts

Friday, March 6, 2015

Positve mind = positive life

Lífið getur svo sannarlega verið skemmtilegt. Þegar maður er jákvæður og ákveður að taka öllu með ró og líta á björtu hliðarnar, þá er alveg ótrúlegt hvað allt smellur saman og hlutirnir fara að ganga upp.

Æfingarnar og mataræðið er búið að ganga eins og í sögu hjá mér núna í vikunni. Það fer að bræða úr Myfitnesspal appinu í símanum mínum með þessu áframhaldi. Ég er alltaf að fylla inn og skoða hvað eru margar hitaeiningar í hinu og þessu og hvernig hlutföllin skiptast af fitu,kolvetnum og próteini, uppá hvort það passi inní daginn hjá mér. Elska að geta fært þetta svona inn jafnóðum og fylgst með. Ég nota Myfitnesspal eingöngu fyrir matinn. Ég setti inn bara mín eigin markmið, sem eru 1800 kaloríur á dag (ég sem sagt nota ekki markmiðin sem forritið setur upp fyrir mann miðað við hæð, aldur og þyngd) og hvernig ég vill hafa þetta skipt niður. Þá sé ég alltaf þegar ég er að fylla inn matinn minn, hvað ég á margar kaloríur eftir til að fylla uppí dagsskammtinn. Algjör snilld, ég mæli eindregið með þessu ef þið við viljið fylgjast með matnum hjá ykkur. Það er fullt af íslenskum mat þarna inni líka, meira að segja Nóa Siríus rjómasúkkulaði (ekki spurja mig hvernig ég veit það!!). Og svo getur maður búið til sinn eigin mat, ef maður er til dæmis með einhverja uppskrift sem maður fær sér reglulega, þá getur maður búið hana til þarna inn og þá er auðvelt að grípa í hana næst. Ég setti inn um daginn til dæmis Orkukúlurnar sem ég bjó til. Ég held ég þurfi varla að segja meira, þið eruð sennilega öll búin að sækja ykkur Myfitnesspal núna!!

Orkukúlurnar mínar - ein á dag kemur skapinu í lag :)

Ég er á fullu að undirbúa fermingarveislu dóttur minnar, það eru bara 3 vikur í þetta!!! Boðskortin farin í póst, kjóllinn kominn, hárgreiðslan pöntuð, salurinn pantaður, fermingartertan pöntuð, maturinn ákveðinn, myndatakan pöntuð, þema-liturinn ákveðinn…….já, það er sko heljarinnar mál að undirbúa svona veislu. Við gerum ráð fyrir svona um 70 manns svo þetta er stærsta veisla sem ég hef haldið amk. Mamma kemur í bæinn á sunnudaginn og þá ætlum við að fara og kaupa servíettur, borðskraut og þess háttar dóterí og vonast til að finna skó og jakkann á fermingadömuma líka. Þegar það er komið þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af neinu fyrr en matnum, þegar þar að kemur. En þetta er samt líka bara gaman, þó vinnan sé mikil :)


Svo er fullt af öðru í gangi hjá mér líka, þjálfunin og 30 daga átakið mitt til dæmis alveg í blússandi fjöri, en ég verð bara að fá að deila því með ykkur seinna, þessi færsla er orðin alveg nógu löng held ég.....
Og svo er aldrei að vita nema að þið munið sjá mig eitthvað í fjölmiðlum á næstunni að deila visku minni :) haha - stay tuned ;)
verð nú að láta eina rætkar-selfie fylgja með :)
xx
Rósa

Wednesday, March 4, 2015

Metnaður

Það gerðist eitthvað hjá mér í síðustu viku, ég veit ekki hvað, en ég bara allt í einu FYLLTIST gjörsamlega af svo miklum metnaði! Metnaði fyrir ræktinni, vinnunni, þjálfuninni minni, mataræðinu, uppeldinu og bara nefndu það! Er búin að vera á soldið down tímabili síðan um áramótin einhvernveginn svo að það var kominn tími til að andinn kom yfir mig! Ég elska að hafa nóg að gera og þegar allt gengur vel, en yfirleitt er það nú þannig að maður fær eins og maður sáir, og það á svo sannarlega við hjá mér núna.


Ég fékk nýtt æfingaplan í gær þar sem uppröðuninni á æfingadögunum var breytt alveg helling, lögð áhersla á vöðvastækkun á ákveðna líkamsparta og nánast öll brennsla tekin út. Má taka 10 mín eftir æfingu í interval brennslu, en alveg bannað að hanga á þoltækjunum lengur en það. Á svo að borða 1800 kaloríur á dag (40% kolvetni, 40% prótein og 20% fita) þannig að ég er bara með Myfitnesspal opið allan daginn og hendi inn öllu sem ég borða þangað til markmiðinu er náð. Hollustan að sjálfsögðu í fyrirrúmi ;)

Þegar ég skoða myndirnar af mér frá seinasta móti þá sést alveg greinilega að mig vantar meiri vöðvamassa. Það er ekki nóg að vera bara grönn fyrir þetta sport, það þarf að sjást í vöðva líka hehe. Þannig að ég ætla að taka núna gott uppbyggingartímabil og ég skal skal skal bæta á mig vöðvum!! án þess að fitna :D !!!

Sviðsmyndir frá seinasta móti, nóvember 2014
Ég er svo spennt fyrir þessu öllu saman. Ég hef fulla trú á því að ég geti þetta, ég þarf bara að passa mig á að falla ekki í sama pakkann og vanalega (þ.e að verða óþolinmóð og fara að bæta við brennslu og minnka matinn). Ég ætla að halda þetta út núna, þangað til hlutirnir fara að gerast :)


Ég er með tvenn langtímamarkmið í huganum núna. Annað er að fara út í mars á næsta ári að keppa á Arnold, það hefur verið draumur minn lengi, en alltaf er ég að fresta því. Ég þarf að lenda á verðlaunapalli hérna heima til að fá leyfi til að keppa á Arnold, þannig að það þyrfti þá að gerast á mótinu í nóvember......kannski er ekki gott að setja á sig svona pressu, en þetta er allavega eitt af mínum markmiðum varðandi þetta sport. Hitt langtímamarkmiðið er heldur leynilegra. Er með smá verkefni í vinnslu sem mig langar til að fara með lengra og vinna úr. Ég er búin að vera að vinna aðeins í því síðustu daga, svo með þessu áframhaldi þá get ég kannski farið að segja frá því bráðum, en á meðan þetta er enn í fæðingu, þá vil ég ekki segja neitt. Vill alls ekki að einhver annar steli hugmyndinni minni :) :)


Hvað langar ykkur til að lesa um í næstu færslu hjá mér? 
Alls ekki vera feimin við að kommenta, það er svo gaman að fá komment hérna. Ég sé að það eru búnar að vera margar heimsóknir á síðuna og mér þykir alveg einstaklega vænt um það, og ætla að reyna að vera duglegri að skrifa hérna inn :) 

xx
Rósa

Friday, February 20, 2015

Önnur stefna

Í síðustu blogg færslu skrifaði ég um stöðuna á mér 7-8 vikum fyrir mót. Núna eru akkúrat 6 vikur í mótið og í vikunni sem leið ákvað ég að hætta við að taka þátt. Ég vil ekki líta á það sem svo að ég hafi gefist upp, því mér líður ekki þannig með ákvörðunina sem ég tók. Síðustu vikurnar höfðu verið soldið erfiðar hjá mér og ég var orðin mjög þreytt, bæði á líkama og sál. Ég átti mjög erfitt með að gefa mig alla í undirbúninginn fyrir mótið. Metnaðurinn var eiginlega bara horfinn. Ég ákvað að ég vildi ekki fara á sviðið vitandi það að ég hefði getað gert betur og lagt meira á mig. Mér fannst það því vera besta ákvörðunin í stöðunni að sleppa þessu móti og koma bara enn sterkari inn í nóvember. Ég talaði við þjálfarann minn og hann að sjálfsögðu veitti mér fullan stuðning í þessari ákvörðun minni og ég mun halda áfram í þjálfun hjá honum fyrir nóvember mótið.

Um leið og ég var búin að taka ákvörðunina og opinbera hana, þá var þungu fargi af mér létt. Æfinga-andinn kom aftur yfir mig og ég er bara hrikalega spennt fyrir komandi tímum. Mig langar soldið að skipta yfir í fitness úr módelfitnessinu, en tíminn verður náttúrulega bara að leiða það í ljós hvernig það fer. Ætla ekki að fara að keppa í flokki sem ég á ekki heima í, og ég vil ekki fara að taka nein ólögleg efni til að geta skipt um flokk heldur. Verður spennandi að sjá hvernig fer :)

En ég mun halda áfram að blogga og spamma instagramið á fullu, því ég er jú alltaf í ræktinni, hvort sem er mót á næstu dögum eða ekki, og fer með bleiku nestistöskuna mína með allskonar gúrme hollu nesti út um allar trissur.

Þangað til næst :) 



xx
Rósa

Friday, February 13, 2015

Status 7-8 vikur í mót

Ég fékk loksins góða mælingu síðasta sunnudag! Alveg kominn tími til. Það borgaði sig greinilega að hrista aðeins uppí brennslunni og bæta við fituna í mataræðið. Ég er því búin að halda áfram á sama plani núna í vikunni og vona að ég fái aftur góða mælingu næst. Ef mælingin mun ekki koma vel út, þá ætlar þjálfarinn að láta mig hætta á kreatíninu og sjá hvort að það fari eitthvað að hraða ferlinu. Þetta er nefnilega búið að ganga mun hægar núna hjá mér heldur en fyrir keppnina í nóvember....sem er alveg frekar svekkjandi af því að ég var búin að leggja svo mikið á mig að halda mér góðri á milli svo að þetta yrði ekki svona erfitt, en samt er þetta bara jafn erfitt, ef ekki erfiðara núna heldur en síðast. Er búin að vera alveg nokkuð oft að hugsa um að gefast bara upp og hætta við að keppa núna og taka bara nóvember. En svo hætti ég náttúrulega alltaf við það, því það er ekki alveg til í mínum bókum að gefast upp.....ég klára það sem ég byrja á!!

En eins og er þá er ég 55,7 kg og 12% fita (þegar voru tæpar 8 vikur í mót). Viku fyrir mót síðast var ég 11,5% og um 53 kg. Svo ég er greinilega búin að bæta á mig vöðvamassa og minnka fituna, sem er ekkert nema gott! Mun klárlega ná mínu besta formi, en það ætlar ekki að vera auðvelt, það er alveg á hreinu!! :)

Klárt mál!
Það er nefnilega bara þannig

Svo er Eurovision lokakeppnin um helgina. Ég er ekki búin að fylgjast mikið með þessu, nema ég ákvað að taka smá törn núna að hlusta á öll lögin þar sem við ákváðum að skella í smá veð-pott í vinnunni. Ég held með laginu "Fyrir alla" með Daníel Óliver, en finnst einnig lagið hans Friðrik Dórs og Maríu Ólafs koma sterk inn. Eitthvað af þessum þremur lögum hlýtur að vinna amk, ég trúi ekki öðru!!

Eigið góða helgi :) 
xx
Rósa

Thursday, February 5, 2015

Breytingar

Köttið hefur ekki verið að ganga alveg eins fljótt fyrir sig hjá mér núna síðustu vikur eins og ég hefði óskað mér, þannig að það þýddi ekkert annað en að yfirfara algjörlega mataræðið hjá mér og bæta í brennsluna til að reyna að hámarka árangurinn. Núna eru ekki nema 8 vikur í mót og því ekki seinna að vænna að fara að sjá eitthvað almennilegt gerast!

Ég er komin niður í 1550 hitaeiningar á dag í matnum, tók út ananas og mangó og bætti við fitu. Keypti mér omega 3 fiskiolíu og fæ mér á morgnanna eina matskeið. Ég var alltaf í ruglinu með morgunmatinn því mér finnst haframjöl svo ógeðslega vont og var eiginlega bara að borða alltof lítinn morgunmat. Ég ákvað að fikra mig aðeins áfram í próteinvöfflu-gerð og er núna heldur betur búin að mastera ótrúlega góðar vöfflur, þó ég segi sjálf frá. Og algjörlega köttvænar :)


Til að gera 1 vöfflu nota ég: 

1/2 skeið cookies and cream whey prótein
1/2 dl haframjöl
1 msk karmellu síróp frá Walden farms
2 eggjahvítur


Ég hræri þetta saman með handþeytara og skelli svo í heitt vöfflujárnið. Mér finnst þær það góðar að ég get alveg borðað þær þurrar :) En auðvitað væri hægt að borða þær með hnetusmjöri eða hverju sem fólki finnst gott. 

Nýja morgunrútínan mín í uppáhaldi þessa dagana :) 

Ég bætti svo við meira af grænu grænmeti í mataræðið mitt líka, var ekki búin að vera alveg nógu dugleg í því. Núna er spínat kvölds og morgna, brokkolí og ferskur chilli pipar :)

Ég er að taka 50 mín morgunbrennslur alla virka daga og keypti mér brennslutöflur sem ég tek áður en ég fer að brenna (á fastandi maga) og ber á mig sweet sweat líka. Þetta combo er svo geðveikt, ég er að svitna svo mikið að það er nánast hægt að vinda fötin í lok brennslunar.


Statusinn á mér er núna: 56 kg og 13% fita. 
Ætlaði mér að vera komin muuuuun lengra niður á þessum tíma í köttinu, en núna er bara að vona að þessar breytingar skili sér í betri mælingum á næstunni. 

xx
Rósa


Thursday, January 29, 2015

Hvað er í ræktartöskunni minni?

Ég er á svo skemmtilegu lyftinga-tímabili núna í ræktinni. Byrjaði í desember á semí-bölki. Fékk lyftingaprógram þar sem ég átti að lyfta ÞUNGT og fá reps, oftast 4x8, og alveg niður í 4 endurtekningar. Ég þurfti að kaupa mér allskonar dót til að nota í ræktinni til að hjálpa mér við að lyfta þungt, svo ég gæti aukið vöðvamassann, þar sem ég hafði bara mánuð til að reyna að byggja mig aðeins upp áður en ég færi að kötta aftur. Svo ég bara fór og keypti allt sem þjálfarinn minn mældi með. Ég hélt alltaf að ég væri að lyfta þungt og taka á því í ræktinni, en er búin að sjá það núna uppá síðkastið að ég var bara góð við mig. Var alltaf í svo mörgum endurtekningum og mörgum settum, að ég náði aldrei að byggja neina vöðva. Er að sjá rosalega breytingu á líkamanum mínum, og fituprósentan orðin mun lægri fyrir vikið líka. 

Mæli klárlega með því að vera óhræddar við að fara í þungu lóðin og taka vel á því. En að sjálfsögðu ekki nema undir handleiðslu þjálfara ;) 

Hér er listi yfir það sem ég er með í ræktartöskunni minni -  hlutir sem mér finnst vera ómissandi fyrir alvöru átök í gymminu: 


Stuðningsbelti fyrir mjóbakið. Nota þetta í hnébeygju og stiff leg aðallega.....til að geta tekið alvöru þyngdir :) 

Ökklalóð. Set þessi á mig fyrir Jane-Fonda bossaæfingarnar. Svíður veeeeeeel :) 

Góð headphone er klárlega málið til að koma sér í gírinn. Vera tilbúinn með góðan ræktarplaylista!

Úlnliðsvafningar. Algjörlega nauðsynlegir segi ég :) 

Flipbelt. Setur þetta á mittið/mjaðmirnar og svo geymir maður þarna símann og dóterí á æfingunni. Svo hellað :) 

Tek alltaf kreatín fyrir æfingar. 

Góðir æfingaskór. Mínir greinilega vel sjúskaðir, eins og sést á þessari mynd. En góður engu að síður :) 

Skothelt æfingaprógram :) 

Sweet sweat. Svo maður svitni aðeins meira :) 
xx

Rósa

Wednesday, January 28, 2015

Blogga?

Mig langar svo mikið að byrja að blogga aftur, og þá bara um líkamsrækt, mataræði, fitness og auðvitað sjónvarpsþættina mína.

Ég er núna á fullu að undirbúa mig fyrir Íslandsmótið í módelfitness sem haldið verður um páskana. So far gengur allt vel og ég var á svipuðum stað núna 10 vikum fyrir mót og ég var sirka 4-5 vikum fyrir mót síðast. Þannig að ég á góðar 5 vikur inni, sem ég ætla klárlega að nota í GÍFURLEGAR bætingar :) Er búin að byggja upp aðeins meiri vöðvamassa og er bara frekar sátt með stöðuna.

Ég er í þjálfun hjá Helga Tul hjá Sport og Fitness og hann sér um allar mínar æfingar og mælingar. Ég er að sjá um mataræðið mitt sjálf, nema hann leiðbeinir mér með það hvenær ég þarf að auka við eða draga úr hitaeiningafjölda og þess háttar :) Ég er einnig á pósunámskeiði hjá Sport og Fitness sem þau Helgi og Hafdís Björg sjá um niðrí Reebok Fitness (þar sem ég æfi að sjálfsögðu líka). Ég fór á pósunámskeið hjá þeim fyrir síðasta mót og munurinn á sviðsframkomunni minni var svo roooosalegur, að það bara nær engri átt :)

Ekki vera feimin við að kommenta á færsluna um hvað þið mynduð helst vilja lesa hjá mér, ef þið ætlið ykkur að lesa :) Ekki það að ég myndi líka örugglega alveg blogga þó ég hefði enga áheyrendur, er með svo mikla tjáningaþörf :D

xx
Rósa

Thursday, November 6, 2014

8 dagar í mót!

Maður á aldrei að lofa upp í ermina á sér, það er alveg á hreinu. Ég kom með einhverjar svakalegar yfirlýsingar hérna inn um daginn að nú ætlaði ég sko aldeilis að vera dugleg að blogga. En þegar maður hefur ekki einu sinni tíma til að fylgjast með uppáhaldssjónvarpsþáttunum sínum lengur, þá hefur maður klárlega ekki tíma til að blogga heldur! En hérna eru smá fréttir;
 
Ég er komin niður í tæp 53 kg og 12% fitu, sem er algjört met hjá mér! (setti stefnuna á 50 kg og 10% á sviðinu í upphafi, svo það gæti ræst úr því hjá mér). Öll mjónufötin mín eru orðin of stór á mig og því er fatastíllinn minn orðinn aðeins skopparalegri en vanalega! En það er nú bara tímabundið ástand, hugsa að ég muni nú bæta á mig amk 3 kg eftir mót og þá ættu mjónu fötin mín að vera nokkuð góð! Ég býst ekki við topp 6 á þessu móti, þó að ég sé búin að ná alveg gífurlega miklum árangri. En núna er ég búin að finna út hvað virkar fyrir mig og minn líkama þannig að mér líði vel í þessu ferli og ég ætla að halda áfram á þessari braut. Það verður ekkert bölk hjá mér á milli móta, enda er ég að keppa í módelfitness og þarf því ekkert að bölka. Held bara áfram að lyfta þungt eins og ég hef alltaf gert og borða hreinan, hollan og góðan mat. Svo verður páskamótið tekið með stæl. Þá mun ég stefna á topp 6!!! Auðvitað var stefnan sett þangað þegar ég byrjaði undirbúninginn fyrir þetta mót, en þegar svona stutt er eftir, þá verður maður líka að vera raunsær. En það þýðir samt ekki að ég ætli að gefast upp, ég mun taka þetta algjörlega 150% núna á lokasprettinum og mæta í mínu ALLRA ALLRA ALLRA besta formi uppá svið þann 15.nóvember næstkomandi. Sjiiii hvað ég er spennt fyrir þessu !!

Á sunnudaginn fer fram myndataka uppí Reebok Fitness (eftir lokun) þar sem Sveinbi ætlar að koma og mynda okkur sem erum að fara að keppa og höfum verið á pósunámskeiðinu hjá Helga Tul og Hafdísi Björgu. Ég hef aldrei farið í svona myndatöku áður svo ég er mjög spennt fyrir þessu. Við fáum einstaklingsmyndir og hópmyndir, og svo ætlum við Fannar að fá kærómyndir líka. Þetta verður svo mikill snilldardagur, hlakka svo mikið til!!
Vatnslosunin byrjar svo á laugardaginn hjá mér. Eða réttara sagt þá byrja ég að hlaða vatnið og saltið. Ég er samt ekki að fara í neitt kreisíness. Fer aldrei í meira en 4,5 lítra af vatni á dag, sem er alveg helmingi minna en síðast þegar ég keppti. Það var náttúrulega bara algjört bull, að láta 55 kg manneskju drekka 8 lítra af vatni á dag. Held mér hafi aldrei liðið jafn illa eins og þá vikuna! En miðað við vatnslosunarplanið sem ég er komin með í hendurnar þá verður þetta bara skemmtilegt og spennandi. Allt öðruvísi en ég hef gert hingað til, sem mér finnst algjörlega bara jákvætt!
Ætla að láta þessar fréttir duga í bili, næ vonandi að skrifa meira fyrir mót J
 
 
xx
Rósa

 

Tuesday, October 28, 2014

Styttist í mót

Núna er komið ansi langt síðan ég skrifaði færslu hérna inn! Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í keppnisundirbúningnum, vinnunni og bara lífinu almennt! Ég er manneskja sem elska að hafa nóg að gera og þrífst best þannig, svo að ég kvarta ekki undan því. Mér þykir samt of vænt um þessa bloggsíðu mína til að geta lagt hana alveg uppá bátinn. Ég hef mikið hugsað um að setjast niður og skrifa færslu hérna inni, en bara ekki alveg gefið mér tímann í það, fyrr en núna. Betra er seint en aldrei! Kannski eru allir búnir að gefast uppá blogginu mínu eftir að ég skipti yfir í enskuna um daginn, en mig langar mikið til að færa mig alveg aftur yfir í íslenskuna og halda úti skemmtilegu og líflegu bloggi sem fólk hefði gaman að kíkja á og fylgjast með. Hef verið að velta soldið fyrir mér hvernig sé best að koma því í framkvæmd að byggja upp góðan lesendahóp og svona, en kannski get ég bara ekki búist við stærri hóp miðað við mín áhugamál. Ég hef aðallega verið að skrifa um ræktina, fitness, sjónvarpsþætti og bara líf mitt almennt. Ekkert make-up, tísku, snyrtivöru eða hönnunar blogg hér á ferðinni, eins og virðist vera hvað vinsælast í dag. En hvað um það, ég ætla allavega að henda inn einni færslu núna og sjá hvað gerist.

Núna eru 3 vikur í bikarmótið og að nógu að huga. Ég er búin að vera að sjá um minn undirbúning alveg sjálf hvað varðar mataræðið og æfingarnar. Ég hef farið til Helga Tul hjá Sport og Heilsu í mælingar á sunnudögum og á pósunámskeið strax á eftir og hefur hann reynst mér mjög vel. Hann hefur verið að gefa mér góð ráð varðandi hin ýmsu fitness-tengdu smáatriði sem þarf að huga að, gefið mér ábendingar um æfingar sem gætu hjálpað mér að ná betra heildarlúkki og einnig hef ég fengið hann til að skoða yfir matarplönin hjá mér og benda mér á ef það er eitthvað sem ég gæti gert betur eða öðruvísi. Hann ætlar líka að hjálpa mér aðeins í sambandi við vatnslosunina sem hefst eftir 2 vikur, því ég hef aldrei gert svoleiðis plan áður! Það verður hrikalega spennandi (eða stressandi) að sjá hvernig það tekst til.

En algjörlega burt séð frá því hvernig þetta mót fer þá er ég búin að taka stökkbreytingum á þessu ári varðandi hugarfar, metnað og sjálfsstjórn. Þegar þetta mót er búið þá er ég ekkert að fara að slaka á! Kannski ég muni minnka morgunbrennslunarnar og auka aðeins í hitaeiningarnar, en ég er bara rétt að byrja í þessu sporti! Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir þá er ég búin að finna hvað virkar fyrir mig og minn líkama, þannig að mér líði vel og ég geti staðist freistingar. Ég ætla að halda áfram og taka fleiri mót, alveg þangað til ég stend uppi sem sigurvegari!! Þannig er það bara :)
 
Myndir teknar á síðasta pósunámskeiði hjá Sport og Heilsu í Reebok Fitness

 Ég ætla að láta þessi orð duga í bili....

xx
Rósa

Monday, September 29, 2014

Long time no see

Það er langt síðan það hefur liðið svona langur tími á milli bloggfærslna hjá mér, en núna hef ég nefnilega sko góða ástæðu! Ég var veik alla síðustu viku og hafði ekki rænu á að skrifa neitt hér inn, fyrir utan að þegar maður er veikur þá gerist voðalega lítið merkilegt til að segja frá.

Selfie í veikindunum! 
Ég var orðin hress um helgina og nýtti hana heldur betur til að bæta upp vikuna sem ég missti af. Ég æfði eins og skepna (finn verulega fyrir því núna - geng eins og mörgæs vegna harðsperra), þvoði fullt af þvotti, horfði ekkert á sjónvarp né þætti í tölvunni, fór á pósunámskeið, fór í mælingu, fór í sund, fór á skauta, fór út að borða, verslaði í matinn og gerði nesti tilbúið fyrir komandi vinnuviku.

Elín Mist fór á fyrsta ballið sitt í unglingadeildinni - stóra flotta stelpan mín!
Ég að æfa pósurnar, æfingin skapar meistarann!!

Okkur mæðgum finnst rosa gaman að skauta (fékk ekki að taka mynd af unglingnum)
Mælingin kom vel út þrátt fyrir öll veikindin. Ég missti í fitu% og eitthvað af sentimetrum, alveg slatta af maganum meira að segja. Ég er alltaf að koma sjálfri mér meira og meira á óvart. Ég vissi ekki að ég hefði svona mikinn viljastyrk!! Ég passaði mig mjög vel í matnum í veikindum, þó það hafi verið erfitt að fara nákvæmlega eftir plani vegna mikils svefns, þá gerði ég mitt besta. Ég reyndi líka að borða aðeins minna en venjulega, þar sem ég var að sjálfsögðu ekki að æfa neitt og þar af leiðandi að brenna mikið minna. Smá sjokk fyrir líkamann að fara úr því að hreyfa sig í 3 tíma á dag í að hreyfa sig ekki neitt. En þessi vika verður bara tækluð 100% til að bæta upp fyrir þetta allt saman og næsta mæling verður ROSAleg!! Finn það á mér :)

Ég skráði mig á pósunámskeið hjá Helga Tul og Hafdísi niðrí Reebok Fitness og er búin að mæta í 2 tíma. Í fyrsta tímanum var Siggi Gests, sem er alþjóðlegur IFBB dómari, að hjálpa til og skoðaði pósurnar hjá öllum og kom með ábendingar um hvað mætti gera betur. Núna á sunnudaginn vorum við svo að æfa T-gönguna alveg á fullu, með tónlist og svona. Mér finnst þetta svo gaman :) Ég veit að það eru margir sem skilja ekki fitness og hvernig maður nennir öllu þessu til að "glenna" sig á sviði í nokkrar mínútur. En það er ekki bara það sem maður er að leitast eftir. Það er bara allt við þetta sem er svo skemmtilegt. It´s about the journey, not the destination :)

Ég ákvað að prófa um helgina að hafa "nammidaginn" á sunnudegi í stað laugardags eins og ég hef alltaf alltaf alltaf gert. Mér fannst það svo hrikalega fínt að ég hugsa að ég muni gera það hér eftir.

Veðrið í morgun var svo hræðilegt að manni langaði helst að skríða undir sængina þegar vekjaraklukkan byrjaði að hringja fyrir klukkan sex. En nei, það eru 7 vikur í mót og ég ætla að láta hvern einasta dag ganga upp!! Svo ég reif mig á fætur, klæddi mig bara í fullt af fötum og dreif mig út í Sporthúsið og tók mínar 60 mín af brennslu! Áfram ég!! :D

Ég að fara út í morgunbrennsluna í morgun - oj hvað það var ógeðslega kalt og blautt!!

P.S. Ég er ekki búin að vera í miklu stuði til að blogga á ensku uppá síðkastið, þannig að ég ákvað bara að vera kærulaus og blogga á íslenskunni fallegu. Hver veit nema ég geri það svo bara héreftir. Kemur allt í ljós :) 

xx
Rósa

Tuesday, August 19, 2014

Typical day for me

I thought it would be fun to show you a typical day in my life these days – as I am 12 and a half week out from my bikini competition!

I will be getting new plans from my coach any day now so I´m guessing the food will be stricter and my cardio will be upped soon. Now I´m doing 40 minutes of cardio 3-4 days a week...I wouldn´t be suprised if he puts me down for 60 minutes 5 days a week! My body has not been responding at all the past few weeks. I´ve been on vacation but never stayed off track for more than 2 days and none of those days was I totally careless about my diet and/or training! So I´m kind of dissapointed...I feel like I should have gotten more progress by now, but I guess my body only responds to ALL OR NOTHING!!! So for the next 12 weeks it´s gonna be just that! I´ve already ordered my bikini and I´ve told myself a million times that I´m not getting on that stage if I´m not at peace with how I look, so I´m gonna have to work, a lot! But I´m ready for it! I think my life is gonna be something like this for the next 3 months:

Woke up at 06:30 for fasted cardio. Went to Sporthúsið Gym at 06:50. Did 40 minutes cardio, drank 1 scoop of Amino Energy (green apple), listened to pop music and burned off about 370 kcal. Such a good way to start the day!


Done with cardio :) 

Then I got home; showered, woke up my daughter Elín for her confirmation seminar, dressed and got ready for work, ate breakfast, took my vitamins and collected my meals for today in my „work“ bag.

My breakfast and my vitamins

Food for the day :) 

My daughter having Lucky charms for breakfast

Ready to go!

Love vitamin tablets - this is calcium and vitamin D 

Worked from 08:30-4:30, I work in an office so I just sit in front of the computer all day long! Elín came to my workplace after her seminar finished at lunch and we went to a book store to buy a book she needs at the seminar, then I took her home and went back to work. We take „coffee“ breaks at work around 10 o´clock and again at 3 o´clock, and lunch somewhere between 12 and 1 J so I have enough time to get all my meals in, and don´t have to eat in front of the computer!

Morning snack - pecan nuts and an apple

This is what my work looks like :) 

Lunch! Chicken breast, sweet potatoes and a salad 

Afternoon snack

After work I drank 1 scoop of Amino energy and headed to Reebok Fitness where I do my weight lifting (I use different gyms for cardio and weight lifting). I was there about 5 o´clock and today on my plans was Back, shoulders and chest plus 15 minutes of cardio afterwards. It took me about 1,5 hours to finish. I drank 1 scoop of 100% whey protein shake in the car on my way home.

Heading to the gym :) 
After gym-selfie!
I got home around 7 o´clock and started by putting away my tupperware boxes from work and the things in my gym bag. I cleaned the „dishes“ (aka boxes), put clothes in the washing machine and put away the clothes I cleaned last night. Then I ran myself a hot bath! After the bath I had a late dinner, and it was the exact same thing I had for lunch! I drank half a liter of lemon water with the dinner. This was about 8 o´clock.

At 10 o´clock I had a few slices of watermelon. Between that time me and Elín watched some TV, did a little bit of cleaning and started to change up our living room. We´ve been living in the same apartment without changes for 4 years now and are in desperate need of change. I will show you before and after photos soon J

Mmmm delicious!
Before I headed to bed I drank 1 scoop of casein protein and had 1 tablet of c-vitamin. I´m going to bed now and I will most definitely have my computer with me and watch one episode of Dominion before I fall asleep (I´m guessing that will be around midnight). Sometimes I go to sleep sooner than this, we just forgot about the time in the apartment changes J

Good night y´all! 


xx
Rósa






Thursday, August 14, 2014

My top 10 favorite fitness girls - for motivation

Every now and then I feel like I lack motivation. Not only to maintain a clean diet, but also to go and workout. Every time I wake up in the morning to do my cardio I scroll down my instagram and before I know it I am in beast mode - ready to go out and KILL that cardio!! I follow a lot of fitness people on instagram to get that motivation, and my 10 favorite fitness girls to follow are these (and if you are interested in fitness at all you should go follow them too):

1. Michelle Bishop (was Michelle Davis until she got married very recently). She used to compete in physique but is now just training to be a bad ass for life!! (she says so herself here). She is very active on instagram, with selfies, goofy videos, workout videos, boot camp photos and a lot of other stuff. If I would have to choose only ONE fitness person to follow, I would choose her!!




2. Nathalia Melo. If you are interested in fitness at all, you know who she is. She is famous for her Brazilian booty and she is a bikini fitness pro. She was the first bikini competitor I knew by name and her instagram/facebook has lots of workout videos with new variations of exercises we know and funny sarcastic quotes as well.



3. Amanda Latona. If you want to get a bigger booty you should follow her, because that is definitely her specialty. She is a bikini fitness pro and is known for her booty and has her very own signature booty-pose!



4. Nicole Wilkins. One of the best figures in the business!!! She is a figure pro competitor, has won the Olympia and Arnold numerous times. Now she is prepping for the Olympia and watching her progress on instagram is OUT OF THIS WORLD!!



5. Ingrid Romero. She used to be a bikini competitor but now she works as a fitness model and owns Team Edge with her husband, and they train HUNDREDS of girls all around the world. She has 2 year old twin boys and is always in tip top shape! She came to Iceland for an expo once so I have a photo of myself with her!!! She is so nice and always posting good stuff on instagram :)




6. Anna Starodubstova. She is a Russian bikini competitor with a totally different look than all the other ones. She is very tall and has short blond hair....which makes her stand out on stage! She is very real on instagram and shares both her struggles and conquers. I really like her and find her posts very inspirational!



7. India Paulino. I never used to be a fan of hers really. But last week that changed. She had been prepping for a show and I noticed that she was leaner then before, and after the show I saw photos on her page and well, she completely changed her look!! I absolutely love her new look and am definitely motivated to see how you can really change your body if you just put in the work!!



AND now for my favorite Icelandic fitness girls to follow:

8. Margrét Gnarr. She is our very first bikini fitness pro (in IFBB) here in Iceland!! She is now prepping for a show and is very active on instagram about her progress, she also posts workout videos and videos/photos of her just drinking coffee or eating chicken while her boyfriend eats cakes and fries in front of her LOL. If that´s not motivating, I don´t know what is!! :)



9. Rannveig Hildur. She is a bikini competitor and is also prepping for a show. She posts a lot of workout videos and meal photos, so you can get a lot of fresh ideas about your diet and workouts!



10. Ragga Nagli (that´s her nickname, not her actual name). She is kind of famous here in Iceland as a fitness guru!! She is also an expert in food porn!! She can make all kind of cakes, puddings and pancakes clean from scratch and she also gives very motivational rants :) 



If you click their names you go straight to their instagram/facebook pages :) 


Now, tell me who are you following for fitness motivation??

xx

Rósa