Monday, May 21, 2007

Once again

Já ég veit, ég veit. Enn ein bloggsíðan!! Margir örugglega löngu búnir að týna mér sökum þessa endalauss ráps í mér, en so be it. Ég ætla að eyða öllum gömlu og úreltu bloggsíðunum mínum og halda mér hér. Þarf að læra aðeins betur á þetta, en það kemur von bráðar, endalausir möguleikar á þessum bæ skal ég segja ykkur.

Af mér er annars allt gott að frétta. I´m striving for perfection þessa dagana og vonandi verður markmiðinu náð í enda sumars. Ef það gerist ekki núna, þá gerist það aldrei. Svona lítur dagskráin út hjá mér:

Mánudagur: Body Pump, Stöðvaþjálfun og/eða Sund
Þriðjudagur: Stöðvaþjálfun og Spinning
Miðvikudagur: Body Pump, Brennsla í salnum og/eða Sund
Fimmtudagur: Brennsla í salnum/Stöðvaþjálfun og Spinning
Föstudagur: Body Pump og Brennsla í salnum
Laugardagur: Brennsla í salnum og/eða Skokka

Já, margur verður sennilega syfjaður við það eitt að lesa þetta. En mér finnst þetta rosa gaman og svo kem ég miklu, miklu, miklu meira í verk þegar ég er með svona stíft prógram. Velgengni mín í síðustu tveimur áföngum er góð sönnun þess.....

Síjú leiter

6 comments:

Anonymous said...

Jáhá það er bara ekkert annað, komin með nýtt blogg voða flott og til hamingju með það :) svo bara að massa þetta í ræktinni en hvert er markmiðið í ræktinni???? ef ég má spyrja :)Annað er stöðvaþjálfun á þriðjudögum???

Anonymous said...

æ sorry Zanný hér

Rósa Skvísa said...

Sko, ég er á póstlistanum hennar Aldísar, þar sem það er bara Stöðvaþjálfun þegar hún getur. Engar sérstakar dagsetningar.

Enska: Striving for perfection
Íslenska: Sækist eftir fullkomnun

Skiljúmí??

Anonymous said...

heeh já ok skil
var ekki að lesa þessa ensku þarna en já nú skil ég, ég vona það svo innilega að þú verðir orðin fullkomin áður en þú ferði til prag
kv, zanny

Anonymous said...

Já já bara nýtt blogg og maður ekkert látinn vita ;) hehe
En annars mjög flott síða og ég ætla að breyta linknum á minni síðu ef það er í lagi???
Kv. Sigga

Anonymous said...

Djíí endalaus blogg bara...en líst vel á þetta :) Lúkkar vel !! Jább núna er það bara fullkomnun og ekkert annað hehehe !!
Kv. Steinunn