Pages

Thursday, January 29, 2015

Hvað er í ræktartöskunni minni?

Ég er á svo skemmtilegu lyftinga-tímabili núna í ræktinni. Byrjaði í desember á semí-bölki. Fékk lyftingaprógram þar sem ég átti að lyfta ÞUNGT og fá reps, oftast 4x8, og alveg niður í 4 endurtekningar. Ég þurfti að kaupa mér allskonar dót til að nota í ræktinni til að hjálpa mér við að lyfta þungt, svo ég gæti aukið vöðvamassann, þar sem ég hafði bara mánuð til að reyna að byggja mig aðeins upp áður en ég færi að kötta aftur. Svo ég bara fór og keypti allt sem þjálfarinn minn mældi með. Ég hélt alltaf að ég væri að lyfta þungt og taka á því í ræktinni, en er búin að sjá það núna uppá síðkastið að ég var bara góð við mig. Var alltaf í svo mörgum endurtekningum og mörgum settum, að ég náði aldrei að byggja neina vöðva. Er að sjá rosalega breytingu á líkamanum mínum, og fituprósentan orðin mun lægri fyrir vikið líka. 

Mæli klárlega með því að vera óhræddar við að fara í þungu lóðin og taka vel á því. En að sjálfsögðu ekki nema undir handleiðslu þjálfara ;) 

Hér er listi yfir það sem ég er með í ræktartöskunni minni -  hlutir sem mér finnst vera ómissandi fyrir alvöru átök í gymminu: 


Stuðningsbelti fyrir mjóbakið. Nota þetta í hnébeygju og stiff leg aðallega.....til að geta tekið alvöru þyngdir :) 

Ökklalóð. Set þessi á mig fyrir Jane-Fonda bossaæfingarnar. Svíður veeeeeeel :) 

Góð headphone er klárlega málið til að koma sér í gírinn. Vera tilbúinn með góðan ræktarplaylista!

Úlnliðsvafningar. Algjörlega nauðsynlegir segi ég :) 

Flipbelt. Setur þetta á mittið/mjaðmirnar og svo geymir maður þarna símann og dóterí á æfingunni. Svo hellað :) 

Tek alltaf kreatín fyrir æfingar. 

Góðir æfingaskór. Mínir greinilega vel sjúskaðir, eins og sést á þessari mynd. En góður engu að síður :) 

Skothelt æfingaprógram :) 

Sweet sweat. Svo maður svitni aðeins meira :) 
xx

Rósa

No comments: