Pages

Monday, September 29, 2014

Long time no see

Það er langt síðan það hefur liðið svona langur tími á milli bloggfærslna hjá mér, en núna hef ég nefnilega sko góða ástæðu! Ég var veik alla síðustu viku og hafði ekki rænu á að skrifa neitt hér inn, fyrir utan að þegar maður er veikur þá gerist voðalega lítið merkilegt til að segja frá.

Selfie í veikindunum! 
Ég var orðin hress um helgina og nýtti hana heldur betur til að bæta upp vikuna sem ég missti af. Ég æfði eins og skepna (finn verulega fyrir því núna - geng eins og mörgæs vegna harðsperra), þvoði fullt af þvotti, horfði ekkert á sjónvarp né þætti í tölvunni, fór á pósunámskeið, fór í mælingu, fór í sund, fór á skauta, fór út að borða, verslaði í matinn og gerði nesti tilbúið fyrir komandi vinnuviku.

Elín Mist fór á fyrsta ballið sitt í unglingadeildinni - stóra flotta stelpan mín!
Ég að æfa pósurnar, æfingin skapar meistarann!!

Okkur mæðgum finnst rosa gaman að skauta (fékk ekki að taka mynd af unglingnum)
Mælingin kom vel út þrátt fyrir öll veikindin. Ég missti í fitu% og eitthvað af sentimetrum, alveg slatta af maganum meira að segja. Ég er alltaf að koma sjálfri mér meira og meira á óvart. Ég vissi ekki að ég hefði svona mikinn viljastyrk!! Ég passaði mig mjög vel í matnum í veikindum, þó það hafi verið erfitt að fara nákvæmlega eftir plani vegna mikils svefns, þá gerði ég mitt besta. Ég reyndi líka að borða aðeins minna en venjulega, þar sem ég var að sjálfsögðu ekki að æfa neitt og þar af leiðandi að brenna mikið minna. Smá sjokk fyrir líkamann að fara úr því að hreyfa sig í 3 tíma á dag í að hreyfa sig ekki neitt. En þessi vika verður bara tækluð 100% til að bæta upp fyrir þetta allt saman og næsta mæling verður ROSAleg!! Finn það á mér :)

Ég skráði mig á pósunámskeið hjá Helga Tul og Hafdísi niðrí Reebok Fitness og er búin að mæta í 2 tíma. Í fyrsta tímanum var Siggi Gests, sem er alþjóðlegur IFBB dómari, að hjálpa til og skoðaði pósurnar hjá öllum og kom með ábendingar um hvað mætti gera betur. Núna á sunnudaginn vorum við svo að æfa T-gönguna alveg á fullu, með tónlist og svona. Mér finnst þetta svo gaman :) Ég veit að það eru margir sem skilja ekki fitness og hvernig maður nennir öllu þessu til að "glenna" sig á sviði í nokkrar mínútur. En það er ekki bara það sem maður er að leitast eftir. Það er bara allt við þetta sem er svo skemmtilegt. It´s about the journey, not the destination :)

Ég ákvað að prófa um helgina að hafa "nammidaginn" á sunnudegi í stað laugardags eins og ég hef alltaf alltaf alltaf gert. Mér fannst það svo hrikalega fínt að ég hugsa að ég muni gera það hér eftir.

Veðrið í morgun var svo hræðilegt að manni langaði helst að skríða undir sængina þegar vekjaraklukkan byrjaði að hringja fyrir klukkan sex. En nei, það eru 7 vikur í mót og ég ætla að láta hvern einasta dag ganga upp!! Svo ég reif mig á fætur, klæddi mig bara í fullt af fötum og dreif mig út í Sporthúsið og tók mínar 60 mín af brennslu! Áfram ég!! :D

Ég að fara út í morgunbrennsluna í morgun - oj hvað það var ógeðslega kalt og blautt!!

P.S. Ég er ekki búin að vera í miklu stuði til að blogga á ensku uppá síðkastið, þannig að ég ákvað bara að vera kærulaus og blogga á íslenskunni fallegu. Hver veit nema ég geri það svo bara héreftir. Kemur allt í ljós :) 

xx
Rósa

1 comment:

Anonymous said...

Like á post á íslensku... :D

Go girl, kveðja Rannveig