Friday, February 20, 2015

Önnur stefna

Í síðustu blogg færslu skrifaði ég um stöðuna á mér 7-8 vikum fyrir mót. Núna eru akkúrat 6 vikur í mótið og í vikunni sem leið ákvað ég að hætta við að taka þátt. Ég vil ekki líta á það sem svo að ég hafi gefist upp, því mér líður ekki þannig með ákvörðunina sem ég tók. Síðustu vikurnar höfðu verið soldið erfiðar hjá mér og ég var orðin mjög þreytt, bæði á líkama og sál. Ég átti mjög erfitt með að gefa mig alla í undirbúninginn fyrir mótið. Metnaðurinn var eiginlega bara horfinn. Ég ákvað að ég vildi ekki fara á sviðið vitandi það að ég hefði getað gert betur og lagt meira á mig. Mér fannst það því vera besta ákvörðunin í stöðunni að sleppa þessu móti og koma bara enn sterkari inn í nóvember. Ég talaði við þjálfarann minn og hann að sjálfsögðu veitti mér fullan stuðning í þessari ákvörðun minni og ég mun halda áfram í þjálfun hjá honum fyrir nóvember mótið.

Um leið og ég var búin að taka ákvörðunina og opinbera hana, þá var þungu fargi af mér létt. Æfinga-andinn kom aftur yfir mig og ég er bara hrikalega spennt fyrir komandi tímum. Mig langar soldið að skipta yfir í fitness úr módelfitnessinu, en tíminn verður náttúrulega bara að leiða það í ljós hvernig það fer. Ætla ekki að fara að keppa í flokki sem ég á ekki heima í, og ég vil ekki fara að taka nein ólögleg efni til að geta skipt um flokk heldur. Verður spennandi að sjá hvernig fer :)

En ég mun halda áfram að blogga og spamma instagramið á fullu, því ég er jú alltaf í ræktinni, hvort sem er mót á næstu dögum eða ekki, og fer með bleiku nestistöskuna mína með allskonar gúrme hollu nesti út um allar trissur.

Þangað til næst :) xx
Rósa

No comments: