Wednesday, March 4, 2015

Metnaður

Það gerðist eitthvað hjá mér í síðustu viku, ég veit ekki hvað, en ég bara allt í einu FYLLTIST gjörsamlega af svo miklum metnaði! Metnaði fyrir ræktinni, vinnunni, þjálfuninni minni, mataræðinu, uppeldinu og bara nefndu það! Er búin að vera á soldið down tímabili síðan um áramótin einhvernveginn svo að það var kominn tími til að andinn kom yfir mig! Ég elska að hafa nóg að gera og þegar allt gengur vel, en yfirleitt er það nú þannig að maður fær eins og maður sáir, og það á svo sannarlega við hjá mér núna.


Ég fékk nýtt æfingaplan í gær þar sem uppröðuninni á æfingadögunum var breytt alveg helling, lögð áhersla á vöðvastækkun á ákveðna líkamsparta og nánast öll brennsla tekin út. Má taka 10 mín eftir æfingu í interval brennslu, en alveg bannað að hanga á þoltækjunum lengur en það. Á svo að borða 1800 kaloríur á dag (40% kolvetni, 40% prótein og 20% fita) þannig að ég er bara með Myfitnesspal opið allan daginn og hendi inn öllu sem ég borða þangað til markmiðinu er náð. Hollustan að sjálfsögðu í fyrirrúmi ;)

Þegar ég skoða myndirnar af mér frá seinasta móti þá sést alveg greinilega að mig vantar meiri vöðvamassa. Það er ekki nóg að vera bara grönn fyrir þetta sport, það þarf að sjást í vöðva líka hehe. Þannig að ég ætla að taka núna gott uppbyggingartímabil og ég skal skal skal bæta á mig vöðvum!! án þess að fitna :D !!!

Sviðsmyndir frá seinasta móti, nóvember 2014
Ég er svo spennt fyrir þessu öllu saman. Ég hef fulla trú á því að ég geti þetta, ég þarf bara að passa mig á að falla ekki í sama pakkann og vanalega (þ.e að verða óþolinmóð og fara að bæta við brennslu og minnka matinn). Ég ætla að halda þetta út núna, þangað til hlutirnir fara að gerast :)


Ég er með tvenn langtímamarkmið í huganum núna. Annað er að fara út í mars á næsta ári að keppa á Arnold, það hefur verið draumur minn lengi, en alltaf er ég að fresta því. Ég þarf að lenda á verðlaunapalli hérna heima til að fá leyfi til að keppa á Arnold, þannig að það þyrfti þá að gerast á mótinu í nóvember......kannski er ekki gott að setja á sig svona pressu, en þetta er allavega eitt af mínum markmiðum varðandi þetta sport. Hitt langtímamarkmiðið er heldur leynilegra. Er með smá verkefni í vinnslu sem mig langar til að fara með lengra og vinna úr. Ég er búin að vera að vinna aðeins í því síðustu daga, svo með þessu áframhaldi þá get ég kannski farið að segja frá því bráðum, en á meðan þetta er enn í fæðingu, þá vil ég ekki segja neitt. Vill alls ekki að einhver annar steli hugmyndinni minni :) :)


Hvað langar ykkur til að lesa um í næstu færslu hjá mér? 
Alls ekki vera feimin við að kommenta, það er svo gaman að fá komment hérna. Ég sé að það eru búnar að vera margar heimsóknir á síðuna og mér þykir alveg einstaklega vænt um það, og ætla að reyna að vera duglegri að skrifa hérna inn :) 

xx
Rósa

No comments: