Thursday, November 6, 2014

8 dagar í mót!

Maður á aldrei að lofa upp í ermina á sér, það er alveg á hreinu. Ég kom með einhverjar svakalegar yfirlýsingar hérna inn um daginn að nú ætlaði ég sko aldeilis að vera dugleg að blogga. En þegar maður hefur ekki einu sinni tíma til að fylgjast með uppáhaldssjónvarpsþáttunum sínum lengur, þá hefur maður klárlega ekki tíma til að blogga heldur! En hérna eru smá fréttir;
 
Ég er komin niður í tæp 53 kg og 12% fitu, sem er algjört met hjá mér! (setti stefnuna á 50 kg og 10% á sviðinu í upphafi, svo það gæti ræst úr því hjá mér). Öll mjónufötin mín eru orðin of stór á mig og því er fatastíllinn minn orðinn aðeins skopparalegri en vanalega! En það er nú bara tímabundið ástand, hugsa að ég muni nú bæta á mig amk 3 kg eftir mót og þá ættu mjónu fötin mín að vera nokkuð góð! Ég býst ekki við topp 6 á þessu móti, þó að ég sé búin að ná alveg gífurlega miklum árangri. En núna er ég búin að finna út hvað virkar fyrir mig og minn líkama þannig að mér líði vel í þessu ferli og ég ætla að halda áfram á þessari braut. Það verður ekkert bölk hjá mér á milli móta, enda er ég að keppa í módelfitness og þarf því ekkert að bölka. Held bara áfram að lyfta þungt eins og ég hef alltaf gert og borða hreinan, hollan og góðan mat. Svo verður páskamótið tekið með stæl. Þá mun ég stefna á topp 6!!! Auðvitað var stefnan sett þangað þegar ég byrjaði undirbúninginn fyrir þetta mót, en þegar svona stutt er eftir, þá verður maður líka að vera raunsær. En það þýðir samt ekki að ég ætli að gefast upp, ég mun taka þetta algjörlega 150% núna á lokasprettinum og mæta í mínu ALLRA ALLRA ALLRA besta formi uppá svið þann 15.nóvember næstkomandi. Sjiiii hvað ég er spennt fyrir þessu !!

Á sunnudaginn fer fram myndataka uppí Reebok Fitness (eftir lokun) þar sem Sveinbi ætlar að koma og mynda okkur sem erum að fara að keppa og höfum verið á pósunámskeiðinu hjá Helga Tul og Hafdísi Björgu. Ég hef aldrei farið í svona myndatöku áður svo ég er mjög spennt fyrir þessu. Við fáum einstaklingsmyndir og hópmyndir, og svo ætlum við Fannar að fá kærómyndir líka. Þetta verður svo mikill snilldardagur, hlakka svo mikið til!!
Vatnslosunin byrjar svo á laugardaginn hjá mér. Eða réttara sagt þá byrja ég að hlaða vatnið og saltið. Ég er samt ekki að fara í neitt kreisíness. Fer aldrei í meira en 4,5 lítra af vatni á dag, sem er alveg helmingi minna en síðast þegar ég keppti. Það var náttúrulega bara algjört bull, að láta 55 kg manneskju drekka 8 lítra af vatni á dag. Held mér hafi aldrei liðið jafn illa eins og þá vikuna! En miðað við vatnslosunarplanið sem ég er komin með í hendurnar þá verður þetta bara skemmtilegt og spennandi. Allt öðruvísi en ég hef gert hingað til, sem mér finnst algjörlega bara jákvætt!
Ætla að láta þessar fréttir duga í bili, næ vonandi að skrifa meira fyrir mót J
 
 
xx
Rósa

 

No comments: