Pages

Friday, March 6, 2015

Positve mind = positive life

Lífið getur svo sannarlega verið skemmtilegt. Þegar maður er jákvæður og ákveður að taka öllu með ró og líta á björtu hliðarnar, þá er alveg ótrúlegt hvað allt smellur saman og hlutirnir fara að ganga upp.

Æfingarnar og mataræðið er búið að ganga eins og í sögu hjá mér núna í vikunni. Það fer að bræða úr Myfitnesspal appinu í símanum mínum með þessu áframhaldi. Ég er alltaf að fylla inn og skoða hvað eru margar hitaeiningar í hinu og þessu og hvernig hlutföllin skiptast af fitu,kolvetnum og próteini, uppá hvort það passi inní daginn hjá mér. Elska að geta fært þetta svona inn jafnóðum og fylgst með. Ég nota Myfitnesspal eingöngu fyrir matinn. Ég setti inn bara mín eigin markmið, sem eru 1800 kaloríur á dag (ég sem sagt nota ekki markmiðin sem forritið setur upp fyrir mann miðað við hæð, aldur og þyngd) og hvernig ég vill hafa þetta skipt niður. Þá sé ég alltaf þegar ég er að fylla inn matinn minn, hvað ég á margar kaloríur eftir til að fylla uppí dagsskammtinn. Algjör snilld, ég mæli eindregið með þessu ef þið við viljið fylgjast með matnum hjá ykkur. Það er fullt af íslenskum mat þarna inni líka, meira að segja Nóa Siríus rjómasúkkulaði (ekki spurja mig hvernig ég veit það!!). Og svo getur maður búið til sinn eigin mat, ef maður er til dæmis með einhverja uppskrift sem maður fær sér reglulega, þá getur maður búið hana til þarna inn og þá er auðvelt að grípa í hana næst. Ég setti inn um daginn til dæmis Orkukúlurnar sem ég bjó til. Ég held ég þurfi varla að segja meira, þið eruð sennilega öll búin að sækja ykkur Myfitnesspal núna!!

Orkukúlurnar mínar - ein á dag kemur skapinu í lag :)

Ég er á fullu að undirbúa fermingarveislu dóttur minnar, það eru bara 3 vikur í þetta!!! Boðskortin farin í póst, kjóllinn kominn, hárgreiðslan pöntuð, salurinn pantaður, fermingartertan pöntuð, maturinn ákveðinn, myndatakan pöntuð, þema-liturinn ákveðinn…….já, það er sko heljarinnar mál að undirbúa svona veislu. Við gerum ráð fyrir svona um 70 manns svo þetta er stærsta veisla sem ég hef haldið amk. Mamma kemur í bæinn á sunnudaginn og þá ætlum við að fara og kaupa servíettur, borðskraut og þess háttar dóterí og vonast til að finna skó og jakkann á fermingadömuma líka. Þegar það er komið þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af neinu fyrr en matnum, þegar þar að kemur. En þetta er samt líka bara gaman, þó vinnan sé mikil :)


Svo er fullt af öðru í gangi hjá mér líka, þjálfunin og 30 daga átakið mitt til dæmis alveg í blússandi fjöri, en ég verð bara að fá að deila því með ykkur seinna, þessi færsla er orðin alveg nógu löng held ég.....
Og svo er aldrei að vita nema að þið munið sjá mig eitthvað í fjölmiðlum á næstunni að deila visku minni :) haha - stay tuned ;)
verð nú að láta eina rætkar-selfie fylgja með :)
xx
Rósa

No comments: