Thursday, February 20, 2014

Vantar motivation!

Ég er búin að vera eitthvað rosalega metnaðarlaus uppá síðkastið í ræktinni. Jú ég mæti svona 5 sinnum í viku og geri það sem ég geri. En oft er ég varla að nenna að mæta og þarf að standa í þvílíkum rökræðum við sjálfa mig að koma mér á staðinn. En svo er ég náttúrulega alltaf jafn fegin þegar ég er mætt og byrjuð, svo ég tala nú ekki um þegar ég er búin. En mig langar til að LANGA að mæta í ræktina, eins og hefur svona venjulega tíðkast hjá mér. Mig vantar eitthvað motivation! Ég veit bara ekki hvað það er!

Allaf gott að skoða myndir af Bellu Falconi til að koma sér í ræktargírinn
Manni líður alltaf svo vel eftir ræktina
Mikið til í þessu
Allskonar bleikt ræktargóss
Ég er með góða tónlist á ipodinum mínum, á eitthvað af nýjum fötum í ræktina, nýja geðveika ræktarskó....þannig að ég er alveg hugmyndasnauð um hvað er í gangi hjá mér. Kannski vantar mig ræktarbuddy (Heiðar er reyndar farinn að vinna á skikkanlegum tíma núna svo það er líklegast hægt að redda því fljótlega), ennþá meira af nýjum fötum, ennþá meiri tónlist á ipodinn eða eitthvað sérstakt markmið til að stefna að. Eins og er þá er ég ekki með neitt sérstakt markmið. Langar að keppa í nóvember...en ekkert ákveðið. Kannski þyrfti ég bara að ákveða það til að hafa markmið hehe. Svo held ég reyndar að svona bleikt Polar úr gæti gert gæfumunin á æfingum. Að geta fylgst með hjartslættinum og brenndum kaloríum hvetur mann áfram.

Polar úrin fást í Hreysti
Verð að finna útúr þessu á næstu dögum, nenni ekki að vera lata týpan lengur. 

xx
Rósa


2 comments:

Ragnheiður Svava Karlsdóttir said...

Komdu að æfa með mér í Hress, þá getum við verið ræktarbuddies ;)
og pant fá svona úr í afmælisgjöf!

Rosa Soffia Haraldsdottir said...

Ég er alveg til í að prufa að fara í Hress að minnsta kosti. Ég hef farið í Hress á Völlunum, var ekki alveg að fíla það, en þú ert væntanlega í hinni stöðinni. Skoðum þetta :)