Pages

Tuesday, February 4, 2014

Janúar

Ég er nokkuð ánægð með hvað mér tókst vel til með "áramótaheitið" mitt í Janúar, ef þannig má að orði komast. Ég nefnilega ákvað að setja mér engin sérstök áramótaheit, en setti mér samt sem áður þau markmið að GERA meira. Strax á fyrsta mánuði ársins er ég búin að:


  • fara út að borða með vinkonum mínum af Skaganum
  • fara í bíó með vinkonum mínum af Skaganum
  • fara í bíó með Elínu minni
  • hitta Möggu og vinkonur í spil
  • fara 24 sinnum á æfingu í Reebok Fitness
  • fara á Cross fit æfingu með Lilju vinkonu
  • stofna Fjarþjálfunar síðu og fá mína fyrstu kúnna í gegnum hana
  • fara í sund (bara einu sinni reyndar)
  • vera mjög dugleg að blogga
  • gera 2 tilraunastarfsemir í eldhúsinu
  • fara í 2 atvinnuviðtöl
  • fara í Kolaportið


Fyrir manneskju sem fór vanalega í bíó kannski 2svar á ári þá er þetta nokkuð gott held ég :) Svo er ég búin að skipuleggja ýmislegt núna í feb, mars og apríl þannig að það verður ekkert lát á þessu hjá mér á næstunni.

Eins og ég sagði þá er ég búin að vera rosalega dugleg að blogga. Gerði sem sagt 15 færslur í janúar. Ég ákvað að athuga hvaða færslur voru mest lesnar hjá mér í janúar, og það voru þessar hér:

Mest lesna færslan: Sunnudagur
Næst mest lesna færslan: Stay positive
Þriðja mest lesna færslan: Blómkálspizza

Ég er mjög ángægð með þetta allt saman :) 
Vona að Janúar hafi líka verið góður mánuður fyrir ykkur

xx
Rósa


No comments: