Pages

Sunday, January 19, 2014

Sunnudagur

Þessi sunnudagur er búin að vera mjög skemmtilegur!

Ég byrjaði á því að vakna kl 11 og fá mér góðan morgunverð og skellti mér svo uppí Elliðárdal í Boot Camp stöðina til að fara á æfingu fyrir Cross Fit leikana. Ég er ekkert 100% á því hvort ég muni keppa en mig langaði að prófa. Lilja vinkona mín mætti líka með mér. Það var farið yfir tækni og rennt svo yfir öll Wodin nákvæmlega eins og gert er á leikunum sjálfum. Ég lifði þetta af en það er slatti sem ég þarf að bæta mig fullt í, áður en ég myndi fara að keppa í þessu.

Greinarnar eru svona:

WOD#1 = 7 mín til að finna 1max rep Clean&Jerk. Ég hef ekki mikið verið að gera þessa æfingu svo ég hef enga reynslu í henni, var bara að læra að gera hana almennilega á æfingunni. Ég náði að gera þetta mest með 30 kg á æfingunni, þarf klárlega að bæta það.

WOD#2 = 2 mín AMRAP (as many rounds as possible) af Hand release burpees með box jumpi á milli. (hand release burpee þýðir bara að maður leggst á magann og lyftir höndunum aðeins upp frá gólfi og hoppar svo upp) svo er hoppað yfir (eða á og niður) 45 cm háan kassa á milli hverrar burpee. Ég náði ekki nema 16 burpees á æfingunni.....NOT good at all!

WOD#3 = AMRAP 7 mín af 10x overhead squat með 20 kg stöng, 15 armbeygjur og 250 m róður. Þetta wod var hrikalega erfitt. Ég náði að gera 2 umferðir og klára svo 10 oh squats og 3 armbeygjur af þeirri þriðju. Sýndist samt á tölfunni í lok tímans að það voru flestir þarna á bilinu 2-3 umferðir. En ég þarf samt að æfa mig í þessu, hef aldrei gert ohsquats með þyngd áður og þarf að passa að ég fari nógu djúpt. Eins með armbeygjurnar, það er ekki tekið gilt nema maður fari x langt niður með brjóstkassann.

WOD#4= Á tíma, með 13 mínúntna tímaramma: 10x10m bóndaganga með tvær 16 kg bjöllur, Russian ketilbjöllu sveiflur með 16 kg (ekki alla leið upp, bara í augnhæð), 25 tvöföld sipp eða 150 venjuleg sipp (ég geri venjuleg því ég bara einfaldlega kann ekki hin), 20 G2OH (ground to over head) með 27,5 kg, 20 box jump á 45 cm háan kassa, 25 thrusters með tvær 10 kg bjöllur, 50 sit ups og að lokum 10x10m sprettir. Í stuttu máli sagt þá náði ég ekki að klára þetta wod innan tímarammans. Var að klára thrusterinn þegar tíminn rann út. Það sem ég þarf að bæta mig í þessu wodi var klárlega G2OH, sökkaði alveg feitt þar og thrusterinn líka. Hélt ég myndi deyja. Hitt var allt í lagi svona :)

Sveitt og búin á því eftir átökin

Vinkonurnar svaka sælar með æfinguna
Eftir þessa 2ja og hálfs tíma æfingu sótti ég skvísuna mína í Mjóddina þar sem hún var að koma úr strætó af Skaganum. Við fórum í Bónus að versla í matinn fyrir vikuna og svo heim. Magga vinkona hringdi í mig og við spjölluðum heillengi. Hún er að koma í bæinn næstu helgi svo við ætlum að hittast eitthvað. Svo lagðist ég í sjóóóóðandi heitt bað því ég fann hvernig líkaminn minn var alveg að deyja. Eftir það lagðist ég í rúmið og dottaði í smá stund (ossagott).

Við Elín elduðum svo alveg mega góðan kvöldmat. Vorum báðar alveg slefandi yfir honum, þvílíkt sælgæti. Finnst ykkur þetta ekki girnilegt?

Fylltar paprikur með nautahakki, salat og hvítlauskbrauð

Mér fannst ég eiga skilið 2 hvítlauksbrauð eftir átök dagsins
Uppskrift:
Hálfur pakki ungnautahakk. Eldað á pönnu með PAM-spreyji, fajitas kryddi og onion powder. Kryddað soldið vel. 2 tsk salsa sósa sett út á hakkið á pönnunni og hrært vel saman. 2 paprikur skornar í tvennt, þannig að þú ert kominn með 2 "skálar". Restina af paprikunum skar ég svo niður í salatið. Við vorum með gúrku og hvítkál í salatinu líka. Hvítlauksbrauðið var svo bara keypt tilbúið í Bónus. Með þessu drukkum við svo vatn með sítrónusneiðum útí.

Mikið rosalega var þetta gooootttt!!!

Verðið að prófa :) 

xx 
Rósa

No comments: