Tuesday, February 4, 2014

Fyrir æfingu

Eins og lesendur bloggsins hafa væntanlega tekið eftir þá hef ég mjög gaman af líkamsrækt og stunda hana ansi mikið. Ég fer að meðaltali 5-6 sinnum á æfingu í viku og er yfirleitt að lyfta og enda svo á smá "brennslu". Ég fer eiginlega alltaf á æfingu strax eftir vinnu, þannig að mér finnst mjög gott að drekka smá orku áður en ég fer, þar sem maður er soldið búinn á því eftir langan vinnudag. Ég keypti mér þetta pre-workout út í Miami og hef verið að drekka það, mér finnst það virka mjög vel (held reyndar að það fáist ekki hér heima):


En svo sá ég tilboð á Hydroxicut Hardcore dufti svo ég ákvað að prófa það. Hef verið að taka það núna fyrir æfingar líka svona inná milli og maður finnur alveg hvernig orkan eykst:

Raðaði þessu svona fallega ofan í könnu sem hafði ekket hlutverk

Vítamínin mín ofan á örbylgu ofninum
Þvílíkt hress á laugardagsmorguninn að drekka orkuna mína fyrir æfingu
 Ég mæli endilega með því að prufa sig áfram með pre-workout drykki og finna hvað hentar sér. 

xx
Rósa

No comments: