Monday, June 23, 2008

Lítið merkilegt

Það hefur ekki mikið fréttnæmt gerst hjá mér síðastliðna daga. Er ennþá með þessa helvítis pest í mér síðan ég fór ofan í Hreðavatnið góða. Það eru alveg að verða komnar 2 vikur síðan - eins og gefur að skilja þá er ég þokkalega komin með ógeð af því að vera veik. Ákvað því að fara á djammið síðasta fimmtudag með vonum um að það myndi virka til að láta veikindin hverfa. Því miður var ég ekki svo heppin. En þetta djamm var með þeim bestu hér á Bifröst í langan tíma og var þar af leiðandi algerlega þess virði.

Við byrjuðum á að hittast heima hjá mér missó stelpurnar, mínus Hafrún, plús Eyrún, og héldum svo uppí Hredda á Frumu reunion. Þar var farið í nokkra leiki, drukkið slatta af óáfengum drykkjum (líklegt) og skipuð var sérstök nefnd til þess að skipuleggja næsta Frumu reunion að ári liðnu (eða tveimur....var eitthvað óskýrt). Svo fór fullt af fólki að mæta á svæðið sem ekki voru Frumur með okkur, vegna þess að ball með Dalton var að byrja. Allir voru hauga ölvaðir og dönsuðu eins og enginn væri morgundagurinn. Að minnsta kosti ég..... Eftir ballið var haldið í eftirpartý heim til Hafrúnar þar sem glamrað var á gítarinn og allir sungu með. Það var alveg svaka stemmning í gangi. Nokkur trúnó voru tekin á meðan við átum soðnar fiskibollur (eintómar) og svo má að sjálfsögðu ekki gleyma öllu slúðrinu..... Þegar djammið var svo að fjara út gerðumst við Zanný og Maggi algjörar grúppíur/peyjar og fórum með þeim Dalton mönnum í annað eftirpartý í heitapottinum. Böddi gaf Magga far á einhverjum eldgömlum skrifborðsstól og Zanný fékk nýtt nafn: Tara Reid. Þegar ég kom svo heim þá var klukkan orðin rúmlega 7. Ekki allir sem geta þetta svona á gamals aldri....

Um helgina gerði ég svo mest lítið. Fór í sund í Reykjavíkinni, sólbað á pallinum hjá mömmu og pabba, horfði á slatta af vidjó og svaf ótrúlega mikið. Næstu dagar hjá mér verða álíka merkilegir, nema að ég verð líka að pakka niður á fullu fyrir flutningana. Æsispennandi dagar framundan.

3 comments:

Anonymous said...

jáhá það hefur verið aldeilis stuð á þér skvís... mér verður boðið með næst..þarf ekki að fara að æfa sig á gítarinn fyrir versló??? kveðja Rannveig

Anonymous said...

hahahahahahaha
Þetta var nú skemmtileg lesning :)
kv. Hafrún

Anonymous said...

já þetta var snilldar djamm það er óhætt að segja það, "Böddi gaf Magga far á gömlum skrifborðstól" hahhaa og þetta var skrifborðstóll sem ég fékk í fermingargjöf hér um árið.... hahhaha gaman af því :) en já þetta var án efa með þeim skemmtilegri djömmum hér á Bifröst :)

kv, Zanný