Sunday, February 2, 2014

Lélegasti djammarinn á Íslandi

Já, það er ég - þó víðar væri leitað!!! Mín ætlaði aldeilis að skella sér á djammið í gær! Slétti á mér hárið, skellti á mig rauðum varalit, glimmer augnskugga og ég veit ekki hvað og hvað. Fór með Sollu og fleiri stelpum á Sushi Samba að borða. Ég fékk mér roooosalega góðan kjúkling og svakalegan eftirrétt sem heitir Crazy Caramel. Ég gæti sko hugað mér að fara þangað aftur BARA til að fá mér þennan eftirrétt. Þetta var svona karamellu-fudge-kaka með salt- og karamelluís og brenndum karamellubitum með, þvílíkt lostæti!!! Ég át minn á núll einni og hefði alveg getað hugsað mér fleiri!!! (en það gerir maður að sjálfsögðu ekki - ekki á almannafæri að minnsta kosti)

Crazy caramel
Eftir matinn og nokkra ráááándýra Mojito skelltum við okkur yfir á Spot, þar sem var Nýársfögnuður Sporthússins. Fengum okkur fleiri Mojito þar (aðallega vegna þess að þeir voru fríkeypis í fordrykk)...ef eitthvað er ókeypis verður maður náttúrulega að notfæra sér það.

Fordrykkurinn minn ;) 
En svo leið ekki á löngu þar til allir fóru að geispa og lítið var um að vera þarna á Spot. Ég var komin heim um miðnætti - need I say more???

Spurning hvenær ég muni svo gera næstu tilraun til að fara á djammið.....en hvort sem kvöldið endar í drykkju og tjútti í bænum, eða ekki, þá er alltaf gaman að fara út með vinkonum og borða góðan mat og fá sér í aðra tánna :) og það góða við þetta er að ég vaknaði HELfersk í morgun !

Vonandi áttuð þig góða helgi líka 

xx
Rósa

No comments: