Pages

Thursday, January 16, 2014

Stay positive

Afsakið blogg letina í mér síðustu daga. Ég er bara búin að vera svo upptekin í Candy Crush og að horfa á Haven að ég hef ekkert mátt vera að þessu. Ég sem ætlaði mér aldrei aldrei ALDREI að spila Candy Crush, en ákvað svo einhverra hluta vegna að prófa það um daginn. Og viti menn, þetta er bara svona asskoti sniðugt. Er komin í borð 88 og gjörsamlega "hooked". En ég setti mér samt þá reglu að spila þetta bara í spjaldtölvunni minni, ekki í fartölvunni. Þannig að ég tek bara svona 1-3 umferðir á kvöldi. Og horfi á Haven í leiðinni.

Haven eru sem sé þættir sem ég var að uppgötva, og það vildi svo skemmtilega til að það eru komnar heilar 4 seríur! Þættirnir fjalla um Audrey Parker, sem er FBI- lögreglukona. Hún er send til smábæjarins Haven í mission og kemst að því að þar er ýmislegt yfirnáttúrulegt í gangi. Hún sér mynd af mömmu sinni í gömlu dagblaði og ákveður því að taka starfi sem lögreglukona í Haven og rannsaka málið. Það er að sjálfsögðu ástarþríhyrningur og myndarlegir karlmenn í spilinu líka, hvað annað? Mæli með þessum þáttum :) Þeir fá 7,6 á imdb.

Aðalleikararnir í Haven
Ég er búin að vera á fullu í atvinnuleit líka síðustu daga. Ég fékk þær leiðu fréttir um áramótin að vegna breytinga á fjármálasviði Pennans þá er ég að fara að missa vinnuna mína. Er svakalega sorgmædd yfir því, en það þýðir víst lítið að svekkja sig á því. Ég reyni að líta á þetta sem tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og breyta til. Reyna að vera jákvæð. Ég hef samt mjög slæma reynslu af því að vera í atvinnuleit. Síðast var ég í marga mánuði að fá vinnu. Lenti alltaf svona mitt á milli í kerfinu einhvernveginn. Þótti of mikið lærð fyrir sum störf og með of litla reynslu fyrir önnur. Það eru ekki margir þarna úti sem eru viljugir að gefa reynslulausu fólki tækifæri, ég komst að því. En núna er ég allavega komin með 3ja ára reynslu, svo ég verð bara að vona að það geri leitina auðveldari í þetta skiptið.

Pósturinn kom með skemmtilegt umslag til mín í fyrradag. Ég fékk sendan bol frá Íslenski erfðagreiningu fyrir að hafa gefið þeim munnvatns-sýni úr mér einhverntíma í haust/vetur. Var búin að steingleyma þessu. En þetta er fallega bleikur stuttermabolur úr dry-fit efni, svaka ánægð með hann.

Ég merkt íslenskri erfðagreiningu

Ég ætla að láta þetta gott heita í bili, ég vona að þið hafið ekki gefist uppá að lesa hjá mér :) 

xx
Rósa

No comments: