Pages

Saturday, September 24, 2011

Tattoo hugleiðingar

Ég er að hugsa um að fá mér tattoo fljótlega. Langar í flotta mynd af stjörnumerkinu mínu á innanverðan framhandlegginn. Mér er samt sagt að það sé mjööög vont að fá tattoo þar miðað við aðra staði. Þannig að ég kvíði soldið fyrir....en ég get samt ekki hugsað mér að fá þetta tattoo á neinn annan stað, svo ég verð bara að harka það af mér! Ég er búin að vera að skoða á netinu allskonar hugmyndir og mér finnst þetta roooosalega flott.



Myndi samt vilja láta breyta því eitthvað aðeins, svo enginn annar sé með nákvæmlega eins tattoo. Hef látið gera það við bæði tattoo-in sem ég er með fyrir og langar að halda í þá hefð :) Hvað finnst ykkur um þessa mynd?

Tuesday, September 20, 2011

Bissí

Sorry með mig að koma bara með annað quote en ekkert blogg.....það er bara frekar mikið að gera hjá mér í vinnunni þessa dagana, borga reikninga og fara yfir vinnuskýrslur og svona, enda líður fljótt að næstu mánaðarmótum. Eigum við eitthvað að ræða það hvað tíminn líður hratt, það voru mánaðarmót í gær bara!! Þess vegna fannst mér þetta quote alveg tilvalið í tilefni dagsins :) 
Eigið góðan dag

Friday, September 16, 2011

Quote dagsins

Crazy catlady

Hef oftar en einu sinni verið kölluð þetta. Djóka líka oft með þetta sjálf. En þeir sem þekkja mig vita að ég er algjör kattamanneskja. Ég er meira fyrir að knúsast og kássast í kisum heldur en litlum börnum. Það kann að vera skrítið, en svoleiðis er það bara. Mér finnst bara kisur mega sætar og elska að knúsast í þeim. Ég hef átt nokkrar kisur yfir ævina en alltaf þurft að gefa þær frá mér eða lóga vegna heimilisaðstæðna. Mjög leiðinlegt. Ég vona að ég geti í framtíðinni átt heima á þannig stað að ég geti átt eina til tvær sætar kisur. Allavega, ég fékk þessa kisu í heimsókn til mín um daginn, hann er fress og heitir Mikki. Árni var að passa hann fyrir vin sinn og þar sem hann veit hvað ég er mikill cat-lover þá kom hann með hann heim til mín svo ég gæti knúsast með hann. Æðislegur kisi og mjög sérstakur líka. Tók mynd af honum til að sanna mál mitt, en hann er með mislit augu. Annað er gult á meðan hitt er næstum því hvítt. Og þeim megin þar sem augað er næstum hvítt þar eru veiðihárin svört, en hinum megin eru veiðihárin hvít. Ótrúlega töff :)
Sæti kisi
Er einhver sem notar svona blogspot síðu sem kann að snúa myndum hérna inni? Væri mjög mikið til í að kunna það. Er búin að snúa myndinni í myndvinnsluforritinu í tölvunni en samt kemur hún svona hingað inn.

Tuesday, September 13, 2011

Sun touch

Ég er svona týpa sem kýs frekar að ganga í þægilegum fötum, heldur en að velta mér uppúr því hvaða merki fötin eru. Þar af leiðandi versla ég mestmegnis af mínum fötum í Vero Moda, H&M, Vila, Jane Norman og nýjasta uppáhaldsbúðin mín er svo 3smárar. Ég geng mjög sjaldan í gallabuxum, þar sem þær eru langoftast stífar og mjög erfitt að finna snið sem hentar líkamsvextinum manns þegar maður er lágvaxin, með breiðar mjaðmir og stóran rass hehe. En ég á einar gallabuxur sem ég keypti í Vero Moda fyrir örugglega 5 árum síðan sem ég alveg elska. Þær eru úr teygjanlegu efni og gefa vel eftir og eru þar af leiðandi ekkert óþægilegar. Og svo passa þær líka alveg ógeðslega vel við nýju skónna mína!!
Ég kann ekki að snúa myndinni......
Ég prófaði svo nýtt brúnkukrem í gær, eða þetta er meira svona brúnkugel eiginlega, alveg glært á litinn. Ég fór í sturtu og skrúbbaði mig alla og setti svo á mig rakagefandi body lotion áður en ég bar það á mig og ég er alltaf í einnota hönskum þegar ég er að bera á mig brúnku. Trikkið til að verða ekki flekkótt er eiginlega bara að nudda og nudda gelinu inní húðina. Maður sér ekkert almennilega hvar maður er að bera á sig þar sem gelið er glært svo það er langt best að hafa eitthvað system á þessu. Ég byrja alltaf efst og vinn mig niður. Svo naglalakka ég oft á mér neglurnar á meðan gelið er að þorna og fæ mér nokkra sopa af rauðvíni ;) Þegar mér finnst mestmegnis vera þornað þá fer ég yfirleitt bara í einhvern stóran og þægilegan náttkjól og beint uppí rúm að lúlla, þá vakna ég rosa brún og fín daginn eftir. Þá er best að fara í sturtu og bera svo aftur á sig rakagefandi body lotion eftirá, svo brúnkan endist lengur.

Monday, September 12, 2011

Spurningaflóð

1. Uppáhalds matur: Mexíkanskur og saltkjöt og baunir


2. Uppáhalds litur: Blár og fjólublár

3. Uppáhalds borg: Prag

4.Uppáhalds gosdrykkur: Coke, Coke light, Pepsi, Pepsi max....allt voða gott

5. Uppáhalds drykkur: Vatn, rauðvín og nýjasta æðið hjá mér er Amino energy með appelsínubragði

6. Uppáhalds tónlist: Er smá rokkari í mér; Alice in chains, A perfect circle, Pearl Jam og Stone Temple Pilots svo eitthvað sé nefnt.

7. Uppáhalds bíómynd: Limitless er besta mynd sem ég hef séð lengi

8: Uppáhalds veitingastaður: Núðluhúsið á Laugaveginum og Red chilli

9. Uppáhalds farsími: LG optimus one, minn er í viðgerð núna og ég sakna hans ILLA mikið

10. Uppáhalds bók: Er ekki mikill lestrarhestur en ég gat lesið allar Ísfólksbækurnar og varð aldrei eirðarlaus 

11. Uppáhalds leikari: Kirsten Dunst hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég sá Interview with a vampire

12. Uppáhalds ísbragðtegund: Gamli ísinn í Vesturbænum

13. Uppáhalds áhugamál: Ferðast, ræktin, spila, slúðra, rúmfræði......

14. Uppáhalds stílisti: enginn sérstakur, þekki engann með nafni.....

15: Uppáhalds hönnuður: .Enginn sérstakur

16: Uppáhalds umræðuefni: hlutir sem ég veit meira um en annað fólk  ;)

17: Uppáhalds flík til að klæðast: nýji Diesel gallajakkinn minn og aladin buxurnar mínar úr 3smárar

18: Uppáhalds blogg: elska bloggið hennar Manúelu og hef fylgst með því lengi lengi

Friday, September 9, 2011

So you think you can dance

Ég elska elska þessa þætti!! Er búin að horfa á alla þættina frá byrjun og finnst krakkarnir sem eru í þessum þáttum bara alveg hreint mögnuð. Það sem þau geta gert er bara oft á tíðum ótrúlegt!! Langar að deila með ykkur upphálds dönsunum mínum úr þáttunum:






Enjoy :)
Góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr 

Crazy, stupid, love

 Ég fór í bíó í gær að sjá Crazy, stupid, love. Bjóst við ágætis mynd þar sem hún fær víða mjög góða dóma og gott umtal. Eins og til dæmis fær hún alveg 7/10 á IMDb. En ég verð nú að segja að þetta var aðeins of fyrirsjáanleg mynd. Það var aðeins eitt atriði í allri myndinni sem kom á óvart. Og þeir sem hafa séð hana eða munu sjá hana vita sennilega hvaða atriði ég á við. Þetta var bara svona típísk amerísk mynd með fullt af kjánahrollar-mómentum. En maður gat samt hlegið einstaka sinnum og dáðst að Ryan Gosling....svo þetta var ekki alsæmt.



Svo var ein leikkona í myndinni sem ég kannaðist alveg rosalega við, og varð náttúrulega að tékka á hvaðan. Hún var sem sagt í einhverri seríunni af America´s next top model. Enda var hún alveg mjó fyrir allan peninginn.....maður fékk stundum bara illt í augun. 

Þannig að ef þið ætlið í bíó þá mæli ég með því að fara á einhverja aðra mynd.....það er alveg nóg að horfa á þessa í tölvunni eða sjónvarpinu ;)

Thursday, September 8, 2011

Gucci

Keypti mér Gucci guilty ilmvatnið í gær. 



Ég er alveg rosalega vandlát á ilmvötn og hef þess vegna ekki átt neitt ilmvatn í langan tíma, hef bara verið að nota body spray frá Victoria´s secret. En svo ákvað ég í gær að nú væri dagurinn sem ég fyndi mér almennilegt alvöru ilmvatn, svo ég þefaði og þefaði þangað til ég fann mína lykt. Kostaði alveg nokkra þússara.....en totally worth it :D og flaskan líka svona rosa flott :)  


Wednesday, September 7, 2011

Geisp

Vá hvað ég er alveg að leka niður núna. Svaf í heila þrjá tíma í nótt eða svo....enda kom ég líka við á leiðinni í vinnunna og splæsti í tvö stykki Burn. Ég þurfti að mæta kl 8 í morgun á kynningarfund í skólanum hjá Elínu minni. Hún var að byrja í 5. bekk og það var verið að fara yfir með foreldrunum hvað börnin munu koma til með að læra í skólanum í vetur. Það er alveg merkilegt með svona samkomur að fólk þarf alltaf að vera að kvarta og kveina yfir öllu. Margir foreldrarnir kvörtuðu á þessum fundi yfir því hvað börnin væru að fá mikinn heimalærdóm. Jú börnin þurfa að læra meira heima núna heldur en þau þurftu síðasta vetur....en á maður samt ekki bara að treysta kennurunum og skólakerfinu fyrir því að þau viti hvað þau eru að gera? Mér finnst það eiginlega bara vera vanvirðing við þeirra menntun og vinnu að vera eitthvað að setja út á það. Maður verður bara að skipuleggja betur heimavinnuna hjá krökkunum í vetur og svona.

Úr einu í annað. Ég er alveg að verða geðveik á símanum mínum. Rafhlaðan dugir ekki nema í 12 tíma. Ég sem sagt fullhlóð símann minn í gærkveldi og tók hann úr hleðslu svona um 22 leytið. Svo notaði ég hann ekkert nema til að stilla vekjaraklukku sem hringdi svo í morgun, ég snúsaði þrisvar og er svo búin að senda kannski 3 sms og fá jafn mörg til baka og síminn er núna farinn að bíbba á mig um að setja sig í hleðslu!!! Er þetta bara alveg eðlilegt? Ég er sem sagt með LG optimus one síma og hef heyrt í kringum mig að þetta sé algengt vandamál meðal þeirra....en fyrr má nú aldeilis vera. Ég hélt að 24 tímar væri nú allavega lágmark. Ég þarf að fara að splæsa í 5 stykki hleðslutæki svo ég sé bara með þau útum allt. Alveg glatað að eiga svona flottan síma en geta aldrei notað hann því hann er bara rafmagnslaus :(


Friday, September 2, 2011

Er ekki soldið inni í dag að blogga?

Ég allavega fékk alltí einu rosalega mikla löngun til að starta blogginu mínu aftur....don´t know why. Sjáum svo til hversu dugleg ég verð að setja eitthvað hérna inn. Var að kaupa mér þessa skó í gær....þeir eru:  Gjöðveikir virkaði ekki að setja myndina inn en þið farið beint inná mynd af þeim með því að smella á linkinn.

Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér síðustu daga....borga út laun fyrir sirka 350 manns og svona....en vá hvað ég ELSKA elska elska þessa vinnu mína!! þetta er svo gaman :D finnst ég rosalega heppin að hafa náð mér í svona hrikalega skemmtilega vinnu, þar sem ég þarf ekki að keyra mig út dag og nótt til þess að fá einhvern smá aur í vasann. Það borgaði sig að fara í háskóla eftir allt saman...hohoho (ég var í alvörunni farin að efast). En ég er svo helvíti gráðug (eða/og skuldug) að ég ætla að halda áfram í aukavinnunum mínum meðfram nýju vinnunni til þess að geta greitt niður allar skuldirnar mínar á mettíma og geta svo farið að hafa það virkilega nice sem allra allra fyrst. Fæ vonandi eina og eina morgunvakt á NordicaSpa í vetur og svo er ég aðra hverja helgi í Ice í Smáralindinni. Allt saman skemmtilegir vinnustaðir þar sem ég fæ að vinna með skemmtilegu fólki. Þetta stefnir í bissí bissí vetur :D