Wednesday, December 16, 2015

Hvít jólatré

Einu sinni fannst mér hvít jólatré alveg hrikalega ljót. En nú þrái ég ekkert heitar en að skundast útí búð og kaupa mér eitt slíkt! Ég og Elín höfum aldrei verið með jólatré heima, enda erum við ekki mikið heima hjá okkur um jólin, en það er aldrei að vita nema það muni breytast þetta árið. Þ.e.a.s. ef ég finn eitthvað fallegt tré sem kostar ekki einn handlegg eða svo. Ég hef aldrei skoðað hvít jólatré í verslunum því eins og ég sagði, þá fannst mér þau alltaf ljót, svo ég hef ekki hugmynd á hvaða verði þau eru. En ég er allavega ótrúlega spennt fyrir því að næla mér í eitt svona, finnst þau bara alveg ótrúlega falleg og elegans!
 

Það skiptir náttúrlega miklu máli hvernig tréið er skreytt, það er auðveldlega hægt að gera þau tacky. Ég er soldið skotin í gylltum og rauðum skreytingum, en svo eru bláu og fjólubláu litirnir líka rosa sætir á svona hvítu tréi, en mér finnst það kannski ekki alveg eins jólalegt.
 
Hvað finnst ykkur um svona hvít jólatré og hvernig mynduð þið skreyta ykkar tré?
 
xx
Rósa

No comments: