Saturday, September 24, 2011

Tattoo hugleiðingar

Ég er að hugsa um að fá mér tattoo fljótlega. Langar í flotta mynd af stjörnumerkinu mínu á innanverðan framhandlegginn. Mér er samt sagt að það sé mjööög vont að fá tattoo þar miðað við aðra staði. Þannig að ég kvíði soldið fyrir....en ég get samt ekki hugsað mér að fá þetta tattoo á neinn annan stað, svo ég verð bara að harka það af mér! Ég er búin að vera að skoða á netinu allskonar hugmyndir og mér finnst þetta roooosalega flott.Myndi samt vilja láta breyta því eitthvað aðeins, svo enginn annar sé með nákvæmlega eins tattoo. Hef látið gera það við bæði tattoo-in sem ég er með fyrir og langar að halda í þá hefð :) Hvað finnst ykkur um þessa mynd?

No comments: