Friday, September 2, 2011

Er ekki soldið inni í dag að blogga?

Ég allavega fékk alltí einu rosalega mikla löngun til að starta blogginu mínu aftur....don´t know why. Sjáum svo til hversu dugleg ég verð að setja eitthvað hérna inn. Var að kaupa mér þessa skó í gær....þeir eru:  Gjöðveikir virkaði ekki að setja myndina inn en þið farið beint inná mynd af þeim með því að smella á linkinn.

Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér síðustu daga....borga út laun fyrir sirka 350 manns og svona....en vá hvað ég ELSKA elska elska þessa vinnu mína!! þetta er svo gaman :D finnst ég rosalega heppin að hafa náð mér í svona hrikalega skemmtilega vinnu, þar sem ég þarf ekki að keyra mig út dag og nótt til þess að fá einhvern smá aur í vasann. Það borgaði sig að fara í háskóla eftir allt saman...hohoho (ég var í alvörunni farin að efast). En ég er svo helvíti gráðug (eða/og skuldug) að ég ætla að halda áfram í aukavinnunum mínum meðfram nýju vinnunni til þess að geta greitt niður allar skuldirnar mínar á mettíma og geta svo farið að hafa það virkilega nice sem allra allra fyrst. Fæ vonandi eina og eina morgunvakt á NordicaSpa í vetur og svo er ég aðra hverja helgi í Ice í Smáralindinni. Allt saman skemmtilegir vinnustaðir þar sem ég fæ að vinna með skemmtilegu fólki. Þetta stefnir í bissí bissí vetur :D

No comments: