Pages

Friday, September 9, 2011

Crazy, stupid, love

 Ég fór í bíó í gær að sjá Crazy, stupid, love. Bjóst við ágætis mynd þar sem hún fær víða mjög góða dóma og gott umtal. Eins og til dæmis fær hún alveg 7/10 á IMDb. En ég verð nú að segja að þetta var aðeins of fyrirsjáanleg mynd. Það var aðeins eitt atriði í allri myndinni sem kom á óvart. Og þeir sem hafa séð hana eða munu sjá hana vita sennilega hvaða atriði ég á við. Þetta var bara svona típísk amerísk mynd með fullt af kjánahrollar-mómentum. En maður gat samt hlegið einstaka sinnum og dáðst að Ryan Gosling....svo þetta var ekki alsæmt.



Svo var ein leikkona í myndinni sem ég kannaðist alveg rosalega við, og varð náttúrulega að tékka á hvaðan. Hún var sem sagt í einhverri seríunni af America´s next top model. Enda var hún alveg mjó fyrir allan peninginn.....maður fékk stundum bara illt í augun. 

Þannig að ef þið ætlið í bíó þá mæli ég með því að fara á einhverja aðra mynd.....það er alveg nóg að horfa á þessa í tölvunni eða sjónvarpinu ;)

No comments: