Friday, September 16, 2011

Crazy catlady

Hef oftar en einu sinni verið kölluð þetta. Djóka líka oft með þetta sjálf. En þeir sem þekkja mig vita að ég er algjör kattamanneskja. Ég er meira fyrir að knúsast og kássast í kisum heldur en litlum börnum. Það kann að vera skrítið, en svoleiðis er það bara. Mér finnst bara kisur mega sætar og elska að knúsast í þeim. Ég hef átt nokkrar kisur yfir ævina en alltaf þurft að gefa þær frá mér eða lóga vegna heimilisaðstæðna. Mjög leiðinlegt. Ég vona að ég geti í framtíðinni átt heima á þannig stað að ég geti átt eina til tvær sætar kisur. Allavega, ég fékk þessa kisu í heimsókn til mín um daginn, hann er fress og heitir Mikki. Árni var að passa hann fyrir vin sinn og þar sem hann veit hvað ég er mikill cat-lover þá kom hann með hann heim til mín svo ég gæti knúsast með hann. Æðislegur kisi og mjög sérstakur líka. Tók mynd af honum til að sanna mál mitt, en hann er með mislit augu. Annað er gult á meðan hitt er næstum því hvítt. Og þeim megin þar sem augað er næstum hvítt þar eru veiðihárin svört, en hinum megin eru veiðihárin hvít. Ótrúlega töff :)
Sæti kisi
Er einhver sem notar svona blogspot síðu sem kann að snúa myndum hérna inni? Væri mjög mikið til í að kunna það. Er búin að snúa myndinni í myndvinnsluforritinu í tölvunni en samt kemur hún svona hingað inn.

No comments: