Tuesday, March 4, 2014

Febrúar

Þá er komið að samantektarfærslunni fyrir febrúar mánuð. Ég ætla að gera svona fyrir alla mánuði ársins, svo ég standi alveg örugglega við markmiðin sem ég setti mér um áramótin, þ.e.a.s. að gera meira árið 2014 en ég gerði árið 2013. Ég var mjög dugleg í janúar, og held ég hafi ekki síður verið dugleg í febrúar. Ég:

 • mætti 15 sinnum á æfingu í Reebok Fitness (frekar léleg frammistaða verð ég að segja)
 • mætti 2 sinnum á æfingu á Skaganum
 • eyddi helgi á Skaganum með familíunni
 • fór út að borða með mömmu, vinkonu og Elínu á Skaganum
 • fór í Salad-master matarboð hjá Beggu
 • hélt Salad-master matarboð heima hjá mér
 • fór út að borða á Sushi samba og á mini djamm með Sollu og vinkonum
 • fór á Mið-Ísland með Pennanum
 • horfði á Lilju keppa á Cross-fit leikunum
 • fór til Hveragerðis í afmæli hjá Örnu Sól
 • fór í Kolaportið
 • tók þátt í Bad hair day í vinnunni
 • fór með Poo í skoðun, sem fór ekki svo vel 
 • hætti að vinna hjá Pennanum
 • fékk nýja vinnu hjá Debet
 • fór til tannlæknis (í fyrsta skiptið í MÖRG ár)
 • "hélt" tvær fjáraflanir með Elínu fyrir Eurogym ferðina hennar 

Er bara frekar ánægð með þetta. Mars mánuður stefnir í að vera álíka viðburðaríkur. Er þegar búin að fara út að borða og í partý. Er svo að fara í bústaðaferð næstu helgi með vinkonum mínum. Mun vonandi eignast miða á Justin Timberlake og svo byrjaði ég í nýju vinnunni að sjálfsögðu. Ætla að mæta oftar í ræktina og reyna að gera meira skemmtilegt :) 

Mest lesnu færslurnar á blogginu í febrúar:


Átti svo alltaf eftir að henda inn þessum myndum af Lilju keppa og smá úr afmælinu hennar Örnu Sólar

Lilja í loftinu
Overhead squats
Ground 2 overhead
Já þetta er frekar mikið erfitt!!
Arna Sól afmælisstelpa
Elín Mist með kökupinna 
Rakel systir hennar Möggu bjó til geðveikt flotta afmælisköku

Ég gerði heiðarlega tilraun í morgun til þess að kaupa miða á Justin Timberlake í forsölu aðdáandaklúbbsins, en það misheppnaðist. Varð uppselt bara á núll einni. Ég er búin að skrá mig í wow air klúbbinn svo ég get prófað aftur í þeirri forsölu á morgun. Það er eins gott að maður fái miða! Veit ekki hvað ég geri annars! Verð amk alveg miður mín, það er á hreinu. Við Elín ætlum að fara með Möggu og Aþenu stjúpdóttur hennar sem er jafngömul Elínu. Verður án efa ógleymanlegt kvöld!!! :D

Wish me luck í miðakaupunum á morgun!
xx
Rósa

No comments: