Friday, February 21, 2014

Fimm staðreyndir um mig á Föstudegi vol 2

1. Minn upprunalegi hárlitur er ljós. Mér finnst ekki fara mér lengur að vera ljóshærð og kýs því að lita það dökkt (oftast með rauðum blæ). En mikið hrikalega er leiðinlegt að fá ljósa rót....og ljótt. Samt get ég ekki hugsað mér að verða ljóshærð aftur.

Ljóskan ég árið 2008 (útskriftin frá Bifröst) 

2. Mér finnst rosalega gaman í Candy Crush.

3. Ég ÞOLI gjörsamlega ekki Bubba Morthens.....en ég ELSKA Stefán Hilmarsson.

4. Árið 2007 fór ég ALEIN í helgarferð til Feneyja. Ég var þá í skiptinámi útí Prag og fékk flug og hótel alla helgina á 12.000 kr og tímdi ekki að sleppa því þó engin kæmist með mér. Samt get ég ekki hugsað mér að fara ein í bíó eða á veitingastað að borða.

Ég alein á Markúsartorginu í Feneyjum (ómægod að ég hafi litið svona út haha)
5. Ég elska ketti, en get því miður ekki haft kött þar sem ég bý. En ef ég fer í heimsókn þar sem eru kisur og börn, þá kýs ég frekar að klappa kisunum heldur en börnunum.....

Góða helgi

xx
Rósa

No comments: