Pages

Friday, March 7, 2014

Helgarfrí

Á morgun eftir vinnu er ég að fara með ástkærum vinkonum mínum í sumarbústað í Ölfusborgum. Get ekki beðið! Það er alltaf svo gott að fara í sveitina og hlaða batteríin. Það verður borðaður góður matur, spilað og slakað á. Ég er búin að pakka niður og gera flest allt klárt svo maður verði nú tímanlega í þessu á morgun. Þannig að þið afsakið það að ég hef ekki mikinn tíma til að blogga núna, ákvað samt að setjast aðeins niður og búa til smááááá tíma.

Ég steingleymdi að setja inn máltíð dagsins í gær. Er algjör lúði. Þannig að þessir föstu liðir mínir eru ekki alveg svo fastir, meira svona lausir liðir ;) held að það verði bara málið. Eins og er allavega.

Annars er ég að spá í fljótlega að efna til leiks, tengdan blogginu og fjarþjálfuninni minni. Á eftir að útfæra einhverja brilliant útkomu út úr þessari hugmynd, langar til að koma fjarþjálfuninni betur á framfæri. Er nýbyrjuð aftur í að þjálfa og mér finnst þetta svo gaman. Ég fór ekki í þetta nám til einskis og mig langar að nýta mér menntunina öðrum til góðs, svo er þetta líka bara svo gaman. Hjálpa fólki að ná markmiðum sínum og líða betur. Kannski er það væmni að segja þetta, en mér finnst það geðveikt!


Gleðilegan mottumars

xx
Rósa

*update: ég skrifaði þessa færslu i gærkveldi en hef eitthvað kikkað á að birta hana, svo hér kemur hún degi of seint....

No comments: