Þá er komið að færslunni sem ég var búin að lofa ykkur. Máltíð dagsins. Mér var boðið í Saladmaster matarboð í kvöld. Þeir sem vita ekki hvað það er þá eru það svaka fancy pottar, pönnur, kvörn og fleira sniðugt eldunar-dót. Í pottunum geturu til dæmis soðið grænmeti án þess að setja vatn útí og það verður ótrúlega ferskt og bragðgott, þúsund sinnum betra en venjulegt soðið grænmeti. Það er líka hægt að steikja kjúklingabringur á pönnunum án þess að nota olíu eða smjör. Þvílíka snilldin. Maturinn var roooosalega góður. Við fengum kjúklingabringur, "soðið" grænmeti og kartöflugratín, sem var búið til eingöngu úr bökuðum kartöflum, sætum kartöflum, piparosti og rauðlauk. Mmmm ég slefaði næstum þetta var svo bragðgott allt saman, og ekki skemmir fyrir að þetta var súper hollt líka. Í eftirrétt fengum við svo súkkulaðiköku, sem var eiginlega hálf súkkulaðikaka og hálf grænmetiskaka. En það var samt ekkert grænmetisbragð af henni. Frekar spes. Kakan var "bökuð" í potti á eldavélinni án olíu eða smjörs. Ótrúlegt.
|
Kvörnin og saladmaster bókin sem kynnarnir lásu uppúr fyrir okkur |
|
Þarna eru kjúklingabringurnar að malla á rafmagnspönnu |
|
Diskurinn minn...mmmmm....bringa, gratín og grænmeti |
|
Súkkulaði/grænmetiskakan. Svo bráðnaði súkkulaðið þarna ofan á og var svo smurt yfir alla kökuna, namminamm |
|
Saladmaster bæklingar sem við fengum í lok kynningar |
Þetta eru ekki ódýrar vörur, það er alveg á hreinu. Ég er ekki að fara að kaupa mér þetta á næstunni, þarf að borga aðra hluti fyrst :) En ég ætla að gera vinkonu minni greiða og halda fyrir hana (eða kannski frekar leyfa henni að halda) svona matarboð heima hjá mér í næstu viku, og svo græði ég á því líka, því ég mun fá eina svona kvörn (sem venjulega kostar 60.000 kr) fyrir það eitt að halda boðið. No other strings attached. Vei ég hlakka svo til :) Þá er bara að finna 3 fjölskyldur/heimili sem vilja koma og hlusta á smá kynningu um vörurnar og í leiðinni fá ótrúlega góðan og hollan mat fríkeypis. Enginn er skyldugur til að kaupa né halda kynningu.
En núna er klukkan orðin margt fyrir "gamlar" konur, ætla að koma mér í háttinn
Góða nótt
xx
Rósa
No comments:
Post a Comment