Pages

Monday, June 22, 2015

Persónulegt

Ég er búin að vera lengi að hugsa um að skrifa hingað inn, en svo hætti ég alltaf við. Ég hef verið að pæla soldið í því hversu persónulegt ég á að hafa bloggið mitt, hversu mikið maður á í raun að segja frá. Sjálf hef ég gefist upp á að lesa önnur blogg því mér finnst þau ekkert persónuleg, oft heldur tilgerðarleg og jafnvel bara sýndarmennska, þar sem fólk virðist geta keypt sér allt og gert allt sem þeim langar, eiga fullkomna fjölskyldu, íbúð, vinnu og allan pakkann. Sjálfri finnst mér mikið skemmtilegra að lesa blogg þar sem ég fæ á tilfinninguna að færslurnar séu skrifaðar af hreinskilni og áhuga höfundar á að deila hugmyndum, innblæstri, áhugamálum sínum og hvatningu til lesenda sinna, þar sem allt er ekki alltaf endilega dans á rósum.

Ég hef alltaf reynt að hafa mitt blogg soldið persónulegt, en ekki of mikið samt. Sem gerir það að verkum að þegar eitthvað persónulegt, eða erfiðleikar, eru í gangi hjá mér, þá hef ég ekki skrifað neitt inn. Auðvitað er sumt sem maður er alls ekki að fara að deila hérna inni með öllum, en kannski maður ætti að vera örlítið opnari og persónulegri, leyfa lesendum að kynnast sér örlítið betur….

Ég hef hingað til aðallega skrifað um ræktina, mataræði, sjónvarpsþætti og bara svona almennt um hluti sem ég og dóttir mín erum að bardúsa. En ég er mikið að spá í að fara að skrifa líka aðeins dýpri pælingar, til dæmis um andlegu hliðina á “bölki” og “kötti”, hvernig maður getur tæklað metnaðarleysi fyrir ræktinni og hollu mataræði og fleira í þeim dúr.

Eru einhverjir hér sem hefðu áhuga á að lesa slíkt?


Er með nokkrar slíkar færslur í vinnslu sem mig myndi langa að deila ef áhugi væri fyrir :)

xx
Rósa

1 comment:

Anonymous said...

Jááá :D