Monday, November 12, 2012

Ný vika

Jæja þá er ný vika hafin. Byrjaði vikuna á Tabata tíma í morgun, alltaf jafn notalegt. Það er svo góð tilfinning að mæta í vinnuna kl 8, vera búin að brenna um 400-500 kalorírum, búin að drekka 1 líter af vatni, búin að fara í sturtu og gera sig fína og búin að borða hollan og góðan morgunmat. Það er einhvernveginn líka þannig að stundum er bara auðveldara að vakna kl 05:20 heldur en kl 07:20. Ég veit ekki hvað það er. Svo er maður mikið ferskari allan daginn líka. En svo koma auðvitað dagar þar sem maður fer kannski seinna að sofa, og þá meikar það náttúrulega ekkert sens að vera að vakna eldsnemma, eftir kannski 3-4 tíma svefn og taka æfingu, líkaminn þarf sína hvíld.

Um helgina var Fitness expó í Mosfellsbæ þar sem var allskonar í gangi. Ég kíkti í gær og horfði á Sterkustu konu Íslands og skoðaði allar vörukynningarnar. Mjög gaman. Fékk mynd af mér með einni af flottustu konunum í fitness bransanum í dag, sem btw á 6 mánaða tvíbura! Ótrúlega flott fyrirmynd. Verst að ég fattaði ekki að fara úr jakkanum og taka af mér trefilinn og veskið og svona fyrir myndatökuna, en það verður bara að hafa sig.....gaman að eiga mynd af sér með henni engu að síður.

Núna eru svo bara 2 vikur eftir af sexy in 60 áskoruninni. Eins og er þá veit ég ekkert hvernig ég stend í samanburði við hinar stelpurnar, svo þetta er vægast sagt mjööög spennandi. Mig langar svo ótrúlega mikið til að vinna, en ég hef á tilfinningunni að þetta verði hörð barátta þar sem við erum margar að standa okkur ótrúlega vel, allavega miðað við það sem ég les í grúppunni okkar :) Ég kvíði samt soldið fyrir því að hún fari að birta fyrir og eftir myndirnar okkar, þar sem ég var orðin ansi mikil bolla á minni fyrir myndinni...hhahah, en það kannski er allt í lagi, það gæti verið motivation fyrir aðra að sjá að maður getur alltaf náð sér aftur á strik, þó maður missi sjónar af markmiðum sínum af og til.

No comments: