Pages

Sunday, May 3, 2015

Hvað er að frétta?

Það er svo erfitt þegar líður svona langt á milli blogga hjá manni, þá er svo margt sem maður á eftir að koma frá sér, erfitt að velja úr hvað maður vill segja og færslan verður alltof löng þannig að engin nennir að lesa. En ég ætla að reyna að koma sem flestu frá mér núna í stuttri færslu svo ég set færsluna bara upp í svona punktum :)


  • Ég gerðist í vikunni einkaþjálfari hjá Reebok Fitness og get þar af leiðandi núna farið að bjóða kúnnunum mínum uppá að hitta mig, taka með þeim æfingar og jafnvel hafa nokkra í einka- og/eða hópþjálfun. Er mjög spennt yfir þessu, er búin að hugsa um þetta lengi og er mjög ánægð með að þetta sé loksins orðið að veruleika. Færir þjálfunina mína á nýtt stig....

  • Við vorum með árshátíðarviku í vinnunni minni alla síðustu viku. Á mánudeginum var keppni um flottasta skrifborðið, á þriðjudeginum var myndataka fyrir nýja heimasíðu, á fimmtudeginum var okkur boðið uppá hádegismat og svo á föstudeginum 1.maí var árshátíðin sjálf haldin. Fyrr um daginn var einskonar ratleikur þar sem okkur var skipt í 4 lið og við þurftum að flippa allskonar fyrir stig. Ég þurfti meðal annars að fara í fótabað í Reykjavíkurtjörninni, ganga um í bænum í 5 mín með skilti sem á stóð "Ég hata kröfugöngur", daðra við ókunnugan mann, syngja með Eyþóri Inga, við fórum heim til einhverra manna og áttum að reyna að fá þá til að gera ýmislegt fyrir okkur og fleira skemmtilegt. Þetta var frábær dagur! Það er svo gaman að flippa svona af og til. Um kvöldið var svo hist aftur og þá var borðað á Grillmarkaðnum og svo var kvöldið endað á American Bar þar sem við dönsuðum langt fram á nótt :) 
Prinsessu skrifborðið mitt :)

Í myndatöku hjá Gassa fyrir nýja heimasíðu :) 

Tókum selfie með Eyþóri eftir að hafa sungið með honum "Út í Eyjum"
Elín hjálpaði mömmu sinni að gera hárið fínt fyrir árshátíðina

Drakk nokkra svona hindberja mojito mmmmm :) 

Aðalrétturinn á Grillmarkaðnum, roooosalega gott :) 
  • Ég keypti loksins fermingagjöfina fyrir Elínu mína. Flugmiða fyrir okkur tvær til NEW YORK!! Við munum fara 6.ágúst og vera til 18.ágúst. Það nær engri átt hvað við erum spenntar fyrir þessari ferð! 
Ég fékk svo sendar nokkra myndir úr myndatökunni sem ég fór í fyrir viðtalið við mig í Vikunni um daginn. Alltaf gaman að eiga fallegar myndir af manni sem eru ekki teknar á síma hehe. Finnst fullmikið að setja þær allar hér, en hérna eru þrjár: 




Myndirnar eru að sjálfsögðu teknar í Reebok Fitness Holtagörðum :) 

xx
Rósa

No comments: