Ég er búin að fá nýtt prógram fyrir Apríl frá þjálfaranum mínum. Smá breytingar gerðar. Próteinskammtar stækkaðir í 100 gr úr 85 gr. Kolvetni minnkuð aðeins. Kókosolían tekin út :( 60 mín brennsla 6x í viku í staðinn fyrir 45 mín. Casein prótein fyrir svefninn bætt við. Hlakka svooo til að byrja. Ég elska líka að fá æfingaplan hjá henni, því maður fær ekkert svona venjulegt vikuplan, heldur fæ ég mánaðarplan! 5 æfingadagar í viku, þannig að samtals fæ ég 20 ólíka æfingadaga. Og ég hef fengið samtals 8 svona plön hjá henni, og ENGIR dagar eins!!! Það er svo gaman að mæta í ræktina og vita ekkert hvað maður er að fara að gera, fyrr en maður kíkir á planið. En oftast er glutes/hamstrings tvisvar i viku, axlir tvisvar í viku og svo allt annað einu sinni í viku. Endurtekningarnar eru svo alveg frá því að vera 3x20 og uppí 10x10. En oftast held ég samt að sé 5x12 :) Þannig að núna þyrfti ég að byrja að taka svona amk 30 mín brennslu á morgnanan, svo ég sé ekki á 2ja tíma æfingum alltaf eftir vinnu :)
Ég er byrjuð að horfa á nokkra nýja þætti og mun henda fljótlega inn færslu um hvaða þáttum ég mæli með að þið kíkið á :) nokkrir alveg mjög góðir.
Að lokum, hönk sunnudagsins vol 4: Jay Ryan úr Beauty and the beast þáttunum
Í þáttunum er hann með stórt ör á kinninni - ekkert minna sætur þannig |
Vonandi áttuð þið öll góða helgi
xx
Rósa
No comments:
Post a Comment