Mér finnst svo gott að hafa allt í kringum mig vel skipulagt. Ég er með æfingaplan, matarplan, þrifplan og ég vil alltaf hafa hlutina í röð og reglu, Þannig líður mér best. Ef ég er ekki með hlutina á plani, skrifaða niður, þá einhvernveginn finnst mér bara allt fara í eitthvað rugl, næ ekki að hafa yfirsýn yfir allt saman. Það bara hentar mér alls ekki. Þannig að þegar ég fer í Bónus að versla þá fer ég með 2 innkaupalista, einn fyrir mig og annan fyrir Elínu. Hún fær að velja sitt nesti og ég vel mitt. Við borðum samt kvöldmatinn saman, þó það sé kannski ekki alltaf það sama á diskunum okkar. Elínu finnst samt oftast mjög spennandi það sem ég er að borða (fyrir utan fisk og brokkolí) þannig að það er mjög þægilegt.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEiqcdFEWtlz1ZOTNhJVJzbU4bdyiG7duTjQaWpoFbsPaN0bAWXLyh4NcxVtbINpk-BatRMn-uQdPBNEpzFDOfe_lcULk3bTu73Zvz_EQ6-YBRig6q9CIuqnbFJ3Ts5KYUNQe8GBg2LL_RU/s1600/1014060_10152043088131235_847619298_n.jpg) |
Í kvöld eldaði ég og skipti niður matnum mínum fyrir næstu 3 daga :)
|
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgXA194Zv0FIM56oIZlU3NjHrtGbdI9pKaybZmMZSnh9k1oFUcTeQAu1nwtgQ4PYGV2T-SzJtWi5BwOmiS3GTxhdjciEs_rMu0Vghzb_1hws4rrzxddhxLJbKQWal6CzXA3zcvmGsMNI_c/s1600/1396382000857.jpg) |
Verslaði mér smá fæðubótaefni sem mig vantaði í dag. Nýtt í prógramminu mínu :) |
Ég var alveg komin með ógeð á sleninu sem var búið að vera í mér síðustu mánuði. Var hætt að nenna á æfingar (fór samt oft, en nennið var ekki alveg 100%), var næstum alveg hætt að spá í matnum og fékk mér oft nammi í miðri viku (!!!!), var alveg hætt að taka inn öll vítamín og var heldur ekkert að spá í að drekka nóg vatn. Líður svo vel eftir að hafa byrjað hjá Michelle aftur, þó það hafi verið erfitt fyrst, þá er ég núna komin inn í þetta og þetta verður auðveldara með hverjum deginum!
"If you fail to plan - you plan to fail!"
xx
Rósa
1 comment:
sæl værir þú til í að deila með mér þrifplaninu hjá þér :)
Post a Comment