Pages

Tuesday, April 1, 2014

Skipulag

Mér finnst svo gott að hafa allt í kringum mig vel skipulagt. Ég er með æfingaplan, matarplan, þrifplan og ég vil alltaf hafa hlutina í röð og reglu, Þannig líður mér best. Ef ég er ekki með hlutina á plani, skrifaða niður, þá einhvernveginn finnst mér bara allt fara í eitthvað rugl, næ ekki að hafa yfirsýn yfir allt saman. Það bara hentar mér alls ekki. Þannig að þegar ég fer í Bónus að versla þá fer ég með 2 innkaupalista, einn fyrir mig og annan fyrir Elínu. Hún fær að velja sitt nesti og ég vel mitt. Við borðum samt kvöldmatinn saman, þó það sé kannski ekki alltaf það sama á diskunum okkar. Elínu finnst samt oftast mjög spennandi það sem ég er að borða (fyrir utan fisk og brokkolí) þannig að það er mjög þægilegt.

Í kvöld eldaði ég og skipti niður matnum mínum fyrir næstu 3 daga :)
Verslaði mér smá fæðubótaefni sem mig vantaði í dag. Nýtt í prógramminu mínu :) 

Ég var alveg komin með ógeð á sleninu sem var búið að vera í mér síðustu mánuði. Var hætt að nenna á æfingar (fór samt oft, en nennið var ekki alveg 100%), var næstum alveg hætt að spá í matnum og fékk mér oft nammi í miðri viku (!!!!), var alveg hætt að taka inn öll vítamín og var heldur ekkert að spá í að drekka nóg vatn. Líður svo vel eftir að hafa byrjað hjá Michelle aftur, þó það hafi verið erfitt fyrst, þá er ég núna komin inn í þetta og þetta verður auðveldara með hverjum deginum!

"If you fail to plan - you plan to fail!"

xx
Rósa



1 comment:

Unknown said...

sæl værir þú til í að deila með mér þrifplaninu hjá þér :)