Það er búið að vera í gangi leynivinaleikur í vinnunni í þessari viku. Við vorum um 30 sem skráðum okkur í leikinn og allir drógu miða með nafni á þeim sem þeir áttu að gefa gjöf á hverjum degi þessa vinnuviku. Ég dró Ösp og gaf henni allskonar gjafir; konfekt, heimabakaðar kókoskúlur, kók í dós (sem ég komst svo að eftirá að hún drekkur ekki), heimatilbúin ljóð, brandara, kex, jólablöndu, hello kitty sokka, ilmkerti og fleira. Ég vona að hún hafi nú bara verið nokkuð sátt við þetta, ég reyndi að hafa þetta soldið frumlegt og skemmtilegt, en samt þannig að hún fengi gjafir sem hana myndi kannski langa í líka. Sú sem dró mig heitir Auður, og ég þekki hana nánast ekki neitt, og hún mig ekki heldur, og gjafirnar sýndu það nú alveg hehehe. Fékk reyndar prótein-súkkulaði fyrsta daginn, það lofaði mjög góðu. Annan daginn kom ekkert. Þriðja daginn kom ekkert fyrr en mjög seint, þá kom lítil skrautkista með miða sem stóð á að það væri sko ekki búið að gleyma mér. Fjórða daginn þegar ég mæti í vinnuna bíða mín hvorki meira né minna en þrjár gjafir. Ilmkerti, jólate og skrúbb-svampur. Í dag fékk ég svo litla rauðvínsflösku :) Verður leiðinlegt að mæta í vinnuna í næstu viku þegar það verður ekki gjöf á hverjum degi sem bíður manns hehhehe.
Gjafirnar mínar:
|
Fyrsta gjöfin |
|
Þetta kom á þriðja deginum |
|
Þetta þrennt beið mín svo á fjórða deginum |
|
Krúttlega rauðvínsflaskan sem beið mín í dag |
|
Allar gjafirnar mínar :) |
Í kvöld er svo jólahlaðborð hjá okkur í Pennanum og svo verður farið í Forlags-partýjið þar á eftir. Þetta stefnir í skemmtilegt kvöld :)
No comments:
Post a Comment