Wednesday, October 7, 2015

Fitness undirbúningur

Ég bað Snapchat vini mína um aðstoð við að velja hvað ég myndi skrifa næst um hérna á blogginu, og langflestir vildu að ég skrifaði um Fitness undirbúning, og því verð ég að sjálfsögðu við þeirri ósk.

Undirbúningur fyrir Fitness mót getur verið mjög mismunandi og mis langur, þetta er mjög einstaklingsbundið og fer alfarið eftir því í hvernig formi þú ert og í hvaða flokk þú ætlar að keppa. Ég ætla að keppa í fitness flokki um páskana 2016, sem er 24.mars. Þannig að núna eru 24 vikur í mótið og ég er samt byrjuð á fullu að undirbúa mig. Ég hef keppt áður, en hef alltaf átt erfitt með að ná mér niður fyrir ákeðna fituprósentu og missi auðveldlega vöðamassa þegar ég kötta. Ég hef tekið um 12 vikna kött, og það er bara einfaldlega ekki nóg fyrir mig, og þess vegna er ég að gera þetta allt öðruvísi núna. Ég er að færa mig upp um flokk þar sem ég þarf að vera stærri, en samt köttaðri, og þar af leiðandi er það soldil meiri vinna. En mér finnst bara módelfitnessið ekki vera ég, fitnessið hefur alltaf heillað mig meira og þetta er bara algjörlega mitt ultimate markmið. Ég ætla ekki að mæta í OK formi á sviðið í þetta skiptið. Ég ætla að mæta í hrottalegu formi (eins og þjálfarinn minn orðaði það: „stökkbreytt“) og sanna fyrir sjálfri mér að ég geti þetta!! 

Myndataka hjá Sveinba fyrir mót í fyrra

Eins og er þá er ég á 8 daga æfingaprógrammi sem er mjög krefjandi og er skipt svona:

  • Dagur 1 = Fætur, rass og 50 mín stigatæki

  • Dagur 2 = Kviður, bak, rass og 50 mín stigatæki

  • Dagur 3 = Kviður, þríhöfði, brjóst, tvíhöfði, rass og 50 mín stigatæki

  • Dagur 4 = 60 mín stigatæki

  • Dagur 5 = Kviður, fætur, rass og 50 mín stigatæki

  • Dagur 6 = Kálfar, axlir, bak, rass og 50 mín stigatæki

  • Dagur 7 = 60 mín stigatæki

  • Dagur 8 = Kviður, bak, aftari axlir og 50 mín stigatæki

Það er ekkert heilagt hvernig ég er að skipti brennslunni niður. Ég er með stigatæki í stofunni heima líka þannig að stundum tek ég 20-30 mín þar um morguninn eða kvöldið og svo restina með æfingunni. Fer bara eftir því hvenær ég vakna um morguninn og svona. Ég er með mjög mikla fullkomnunaráráttu þegar kemur að svona löguðu og get ekki sleppt einu repsi eða einni mínútu hahaha. Gæti aldrei farið af stigatækinu í 49:59.....það yrði að vera komið í 50:00 sléttar!!

Mataræðið er líka mjög einhæft í svona undirbúningi. Ef þú getur ekki hugsað þér að borða það sama dag eftir dag þá myndi ég ekki mæla með fitnessi fyrir þig. Ég er að borða kjúkling í hádeginu og kvöldmat. Get að sjálfsögðu skipt því út fyrir fisk eða nautakjöt, en ég er bara svo mikill kjúklingur að ég vil helst ekkert annað haha. Svo í millimál eru það eggjahvítur, haframjöl, próteinsjeikar, kjúklingaskinka, ávextir og grænmeti. Ég skiptist á að hafa eggjahvíturnar soðnar eða steiktar, kjúklinginn ofnbakaðan eða steiktan á pönnu og þess háttar til að breyta aðeins til. Ég hef vanið mig á að elda á sunnudagskvöldum fyrir alla vikuna og á því heilan skáp af plastboxum og er yfirleitt í 2 tíma sirka að dunda mér við þetta. Mér finnst mjög leiðinlegt að elda svo að þetta system hentar mér mjög vel. Þarf ekkert að hugsa um mat það sem eftir er vikunnar. 

Meal prep í fullum gangi
Aðalatriðið í undirbúningi fyrir fitness er skipulag, algjörlega nr 1, 2 og 3. Það er ekki hægt að nota þá afsökun að fólk hafi ekki tíma í þetta. Fólk sem á lítið börn, er í vinnu og námi hefur verið að keppa með góðum árangri, þetta snýst bara allt um skipulag! Ég er sjálf í 100% vinnu, aukavinnu á fimmtudagskvöldum og aðra hvora helgi (og stundum meira en það), er með fjarþjálfun og einkaþjálfun, rek heimili og ungling og ég hef samt tíma til að æfa tvisvar á dag, eyði svo kvöldunum heima með dóttur minni og sinni heimilinu, dekra við sjálfa mig og horfa á sjónarpsþætti. En auðvitað snýst þetta líka um vilja. Þú ert ekki að leggja á þig þessa vinnu og allt þetta skipulag, nema þú virkilega viljir þetta. Forgangsröðun. Hversu heitt viltu þetta? En ég held ég láti þetta duga í bili. Ég held áfram að leyfa ykkur að fylgjast með mér. 

Er líka mjög dugleg á snapchat og instagram og það mega allir adda mér: rosasoffia

xx
Rósa

No comments: