Pages

Friday, April 4, 2014

Waist belt

Dagurinn í dag er búinn að vera svo fínn. Föstudagar eru það nú yfirleitt, þar sem maður er þá alveg að komast í helgarfrí og svona.

Alla þessa viku er ég búin að vakna um 06:30 og taka 20-30 mín cardio í stofunni heima. Ég set annað hvort JT á fóninn og geri æfingar sem ég hef fundið á netinu eða finn eitthvað skemmtilegt prógram á youtube. Fínt að hafa tilbreytingu í þessu. Tók 25 mínútna kickboxing rútínu í morgun til dæmis, það var skemmtilegt. Ég þarf að fá mér skíðatæki hérna heima líka svo ég geti tekið það svona líka inná milli. Ég nenni engan veginn að fara út svona snemma á morgnanna í brennsluna, en ég nenni alveg að fara fram í stofu og puða aðeins :) Ef þið viljið að ég pósti linkum á æfingunum sem ég er að taka eða myndböndunum þá endilega látið mig vita, það væri minnsta málið.

Í hádeginu skrapp ég til tannsa. Ég fór í febrúar líka, í fyrsta tímann minn í MÖRG ár og var komin með rosalega mikinn tannstein, það mikið að hún gat ekki hreinsað hann allan í einum tíma. Þannig að í dag var verið að klára. Og æ mig auma!!! Svo mikið vont! Núna verður munnskolið og tannþráðurinn minn besti vinur. Er búin að vera helaum í tönnunum í dag eftir þennan tíma, þær eru greinilega eitthvað viðkvæmar eftir allt þetta pot. Þegar tannlæknirinn var búin að pína mig og ég ætlaði að fara út spurði hún mig hvort ég vildi ekki pappír. Mér fannst það frekar skrítin spurning, en var svo litið í spegilinn fyrir aftan mig, og sá þá að ég var með blóðslettur út um allt andlit! OJ. Þið megið vorkenna mér núna, það gerði ég að minnsta kosti, og tannlæknirinn líka hehe. En þetta er þá allavega búið í bili, engin tannsi fyrr en í október, vei :)

Eftir tannsa fór ég á pósthúsið að sækja sendingu frá ebay. Ég pantaði mér um daginn neoprene cardio waist belt. Þetta er belti sem maður notar á meðan maður tekur brennslu og svitnar því meira á því svæði. Þjálfarinn mælir með þessu og notar þetta mikið sjálf, sem og hinar Showgirl fitness skvísurnar. Ég prófaði beltið svo á æfingunni minni áðan og við erum að tala um FÁRÁNLEGA mikinn SVITA! Það gjörsamlega lak af mér.....miklu meira en nokkurn tíma áður. Þegar ég tók beltið af mér þá liggur við að það hafi tekið á móti mér stöðuvatn! Hehehe en algjörlega þess virði. Núna verður þetta notað í hveri brennslu, og þá getið þið rétt ímyndað ykkur hvað ég fæ flott mitti hehe ;)

Ég áðan í ræktinni með beltið - og á litlu myndunum er beltið fyrir og eftir notkun
Ég keytpi beltið á 5 pund og borgaði svo 5 pund í sendingakostnað, og svo 790 kr í tollgjöld. Þannig að ódýrt! Hér getiði verslað ykkur svona kvikindi.

xx
Rósa





No comments: