Pages

Saturday, August 8, 2015

Dagur 1 í New York



Við lentum á Newark flugvellinum í gærkveldi kl 19 á staðartíma og þá hófst 4ja tíma ferðalag að herberginu sem við gistum í: airtrain, lest, subway og ganga. Allt í 26 stiga hita, fullklæddar og með ferðatöskur...hef gert skemmtilegri hluti, verð að viðurkenna það. Komum okkur fyrir og fórum beint að sofa, enda kl orðin vel yfir 4 þá á íslenskum tíma. Vöknuðum svo um hálf 7 og röltum að gymminu sem ég ætla að æfa í á meðan við erum hérna. Fékk að taka æfingu frítt í þetta skiptið, en eftir það mun skiptið kosta 10 dollara. Það sleppur svo sem. Tók stutta en mjööög góða æfingu. Röltum svo á Burger King og fengum okkur smoothie í morgunmat. Verst að hann fór eitthvað illa í Elínu og hún var alveg frá í maganum af verkjum og ældi. Það var því ekkert annað í stöðunni en að taka smá leggju og sjá hvort hún myndi ekki jafna sig. Vöknuðum aftur um 10 og þá voru allir ferskir! Tókum subway niður að Central Park og skoðuðum næstum allan garðinn, fyrst gangandi og kíktum þá í Central Park Zoo og svo leigðum við okkur líka svona vagn með klukkutíma leiðsögn um garðinn. Eftir það fórum við á Starbucks að næra okkur aðeins og kíktum svo í Lincon center í H&m og Sephora. Svo röltuðum við bara alveg helling, vissum eiginlega ekkert hvert  við værum að fara eða hvar við vorum, og náum engi netsambandi á Manhattan eyjunni, en einhvernveginn tókst okkur svo að enda á Times Square. Versluðun þar, skoðuðum og borðuðum. Tókum svo subway heim, eða við héldum það amk....enduðum einhversstaðar allt annarsstaðar og þurftum svo að taka bus á réttan stað. Spurðum konu útá götu um að hjálpa okkur því við fundum á okkur að við værum á röngum stað og hún gerði allt til að hjálpa okkur og fór svo með okkur á bus-stöðina. Það kemur mér mjög á óvart hvað fólkið hérna er allt hjálpsamt, mjög hentugt fyrir tvær áttavilltar að ferðast saman hehe. Á morgun ætlum við að skoða Frelsistyttuna, Brooklyn-bridge og fleira. 








No comments: