Pages

Tuesday, January 7, 2014

Árið 2013

Ég ákvað að henda í eina svona "uppgjörsfærslu" fyrir árið 2013. Setja saman svona eitthvað af því sem ég gerði á árinu sem mér finnst standa uppúr.

Árshátíð Pennans var í mars. Þar skemmti ég mér konunlega með vinnufélögunum mínum. Var meðal annars kölluð uppá svið þar sem sungið var fyrir mig "this girl is on fire"....ég varð eins og KLEINA!!

Stelpurnar á fjármálasviði Pennans

Um hvítasunnuhelgina fórum við svo til Akureyrar og gistum hjá Eddu vinkonu. Alltaf gaman að fara til Akureyrar. Þetta var einmitt Eurovision helgin og við vorum öll að veðja á hvaða lög kæmumst áfram og hvernig úrslitin færu. Ég tapaði, og þurfti að splæsa gosi og snakki á allt liðið á sjálfu eurovision kvöldinu. 

Eurovision partý!!
Í maí varð ég svo 32 ára!!! Já ég veit, alveg ótrúlegt, lít ekki út fyrir að vera nema 25! ;)

Um sumarið byrjaði ég svo í þjálfun hjá Michelle Brannan sem er atvinnukeppandi í Bikini fitness, og varð þar af leiðandi meðlimur í keppnisliðinu hennar Showgirl fitness. Það var ótrúlega krefjandi og skemmtilegt. Strangt mataræði, erfiðar æfingar og mikil eftirfylgni. Fer klárlega aftur til hennar þegar ég keppi næst :) 

Michelle Brannan

Ég á showgirl fitness síðunni :) 
Um sumarið fórum við líka í smá ferðalag um suðurlandið. Tjölduðum í Fljótshlíð og skoðuðum okkur mikið þar um og keyrðum meðal annars að Jökulsárlóni og fórum þar í siglingu. Það er svo gaman að ferðast um landið, bara verst hvað það er ógeðslega dýrt!! En maður þarf samt að gera meira af þessu :)

Mæðgur í íslenskri náttúru
Tjölduðum í Fljótshlíð
Elín og Eydís hjá Jökulsárlóni
Sigling í Jökulsárlóni
Í nóvember keppti ég svo á bikarmótinu hérna heima eftir að hafa verið í strangri þjálfun í 16 vikur eða svo. Það tók mikið á en samt er þetta svo gaman. Að hafa markmið og þétta dagskrá er eitthvað sem ég fíla. Mér finnst ég fúnkera best þannig. Svo finnst mér þetta fitness dæmi bara svo ótrúlega skemmtilegt allt saman :)

Bikamótið í Háskólabíó
Keypti mér smá nammi eftir mótið :) 

Fyrir mótið fór ég á Pósunámskeið hjá Möggu Gnarr. Ég lærði ekkert smá mikið á því námskeiði og það hjálpaði mér mjög mikið með sviðsframkomuna. Fer klárlega aftur á námskeið hjá henni fyrir næsta mót.

Á pósunámskeiðinu
Í byrjun desember skelltum við Heiðar okkur svo til Miami og Orlando. Vorum í Miami í 8 daga, Orlando í 3 daga og stoppuðum svo í Bostin í nokkra klukkutíma á leiðinni heim (smá hita mismunur þar á). Þessi ferð var æðisleg og við höfðum það mjög gott. Við versluðum, tönuðum, borðuðum, hjóluðum, ræktuðumst, fórum í minigolf, vatnsrennibrautagarð, héldum á krókódíl og margt margt fleira. Það var frekar skrítið að vera svona í hitanum og sólinni um miðjan desember og missa af öllum jólaundirbúningnum....en á sama tíma var líka ótrúlega nice að vera í sólbaði í 30 stiga hita vitandi af frostinu heima :)




Já ég held að þetta sé bara orðið ágætt :) Þá er bara að vona að árið 2014 verði jafn gott....

No comments: