Ég eyddi 1 og hálfum klukkutíma í dag hjá Kólus að útdeila páskaeggjum í fjáröflunarskyni (Elín er að fara með Gerplu til Svíþjóðar í Eurogym). Ég endaði með því að þurfa að fylla Poo af páskaeggjum því fullt af fólki kom ekki að sækja. Það finnst mér alveg stórmerkilegt. Þú ert að selja páskaegg fyrir barnið þitt til að afla fjár fyrir svona ferð, greiðir fyrir eggin, en ferð svo ekki að sækja þau? Ég skil það ekki alveg, verð ég að segja. Ég var svo heppin að það kom önnur kona að sækja mjög seint og við skiptum afgangnum af ósóttu eggjunum í bílana okkar, því það hefði aldrei komist allt fyrir í Poo. Hvað ef þessi kona hefði ekki komið? Ég hefði bara þurft að skilja páskaeggin eftir fyrir utan Kólus eða eitthvað heheh.....mér finnst þetta mjög dónalegt ef ég að segja alveg eins og er. Ég var búin að segja að ég myndi vera þarna á milli 17-17:30, en fólk var að koma þarna alveg til kl 18....og eins og ég segi, sumir komu ekki neitt og eru ekki ENN farin að tékka á páskaeggjunum sínum. Ég neyðist kannski til að borða þau öll á endanum bara ..... huhumm...
En svona til að fara alveg úr einu í annað, þá sá ég þetta poppa upp á facebook hjá mér áðan, mikið sem mig langar í eitthvað svona flott á vegginn hjá mér!
Allt svo fallegt - myndi samt velja lengst til hægri held ég :) |
Þetta er líka geggjað sniðugt! hehe |
Þessir límmiðar fást í Art & text
xx
Rósa
No comments:
Post a Comment