Pages

Wednesday, March 12, 2014

Miðvikudagsmáltíðin vol 3

Það er alveg hreint ótrúlegt hvað dagarnir líða hratt núna. Ég er að læra svo mikið í nýju vinnunni að mér finnst ég bara vera nýmætt þegar vinnudeginum lýkur. Rosalega gaman! Svo er ég komin með prógram frá henni Michelle svo að maður er farin að taka meira á því á æfingunum og í mataræðinu, sem gengur bara ágætlega. Ég er farin að geispa alltaf á kvöldin alveg endalaust svona uppúr 10....tekur greinilega á fyrir líkamann að vinna sig upp úr "sukkinu".

Í dag er svo náttúrulega miðvikudagur og ég ákvað að hafa þetta aðeins með öðruvísi sniði núna, ég ætla að deila með ykkur öllum máltíðunum mínum í dag, ekki bara einni :) tók reyndar ekki mynd af þeim öllum, en þetta ætti að duga svona....

Morgunmatur: 1 skeið súkkulaðiprótein, 1 dl haframjöl, 1 tsk kókosolía, 200 ml vatn og 4 klakar. Skelli þessu saman í blandarann og MMMMMMM geggjað gott! 

Morgunkaffi: 2 burger spelt hrökkbrauð með 2 eggjahvítum (ekki smjör) og 1 slender stick 

Slender stick - duft sem maður blandar í vatnið stútfullt af vítamínum
Hádegismatur: 1 kjúllabringa með bbq sósu, hvítkál og 3 cherry tómatar

kjúllinn minn
 
Fyrir æfingu: 1 epli og Hydroxicut hardcore


 Eftir æfingu: 1 próteinsjeik (súkkulaði og hnetjusmjörs bragð)

Kvöldmatur: 1 kjúllabringa og spínat 

Maturinn minn er ekki svona alla daga. Þetta er bara dagurinn í dag. Það eru oft grjón og sætar og öðruvísi grænmeti með matnum, og svo er líka oft fiskur og nautakjöt.....ég á það bara til að skipta því út fyrir kjúlla. Finnst hann svo þægilegur eitthvað.....en ég verð að vera duglegri að borða hitt líka, svo maður sé ekki í of einhæfu mataræði sko.....kjúlli tvisvar á dag alla daga er eiginlega too much hehhe. 

Er farin að horfa á Walking dead
Eigið gott kvöld 

xx
Rósa

No comments: