Pages

Thursday, March 13, 2014

Í uppáhaldi

Þessa dagana er þessi peysa í miklu uppáhaldi hjá mér 



Ég keypti hana notaða í sölugrúppu á facebook síðasta sumar  á 1000 kall minnir mig. Hún er svo litrík, hlý og þægileg kósý peysa, ég fer í hana alltaf um leið og ég kem úr sturtunni/baðinu á kvöldin. Sum kaup eru betri en önnur :)

Það er farið að fara pínulítið í taugarnar á mér þegar ég tek bloggrúntinn minn að það er eins og allir eigi bara skítnóg af peningum nema ég! Það er verið að splæsa í ný föt, allskonar snyrtidót, fínt fyrir heimilið og guð má vita hvað á nánast öllum bloggum. Eiga bara allir endalaust af peningum? Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa blogg um fólk, heldur en um hluti sem fólk er að kaupa sér, ef ég á að segja alveg eins og er. Finnst stundum eins og sumir séu að blogga einungis til að monta sig af öllu því flotta sem þau eru alltaf að kaupa. Ég meina, það er allt í lagi stundum....en þegar önnur hver færsla er auglýsing á einhverri vöru sem var að "bætast í safnið", þá bara hætti ég að nenna að lesa meir. Þá er það frá....

Ég fór á æfingu áðan, hamstrings og glutes dagur vikunnar nr 2 og OMG hvað hann var erfiður! Hélt að ég myndi missa fæturnar undan mér í restina og ég get svo svarið það að lýsið gjörsamlega lak af mér. Svitabandið sem ég var með á úlnliðnum til að þerra á mér ennið var hætt að duga og ég fór þrisvar sinnum að sækja mér pappír til að þurrka mér. Þetta var rosalegt! En ógeðslega gaman samt!

Æ það sést kannski ekki svo vel þarna, en ég var RENNANDI
Fór í sjóðandi heitt bubble bað þegar ég kom heim og kláraði að horfa á fyrsta þáttinn af Helix sem ég byrjaði á í gærkveldi. Fyrsti þátturinn var tvöfaldur og lofar góðu! Læt ykkur vita þegar ég er komin lengra hvort þetta sé eitthvað sem er þess virði að kíkja á :)

Á morgun fer ég á Skagann eftir vinnu og æfingu að baka kleinur með mömmu og Elínu, sem sú síðarnefnda ætlar svo að selja til að safna fyrir Eurogym ferðinni. Gaman gaman :) Ætla samt að reyna að henda inn föstudagsfærslu á morgun (fimm staðreyndir um mig)

xx
Rósa

1 comment:

Mongolian said...

Að kaupa notuð föt er frábært því það er mjög vistvænt. Mér finnst líka gaman að vera í svona peysum, sérstaklega ef þær eru ullar. Því þá líður mér mjög vel.