Pages

Sunday, March 9, 2014

Bústaðaferð

Í dag kom ég heim úr bústaðaferð með vinkonum mínum. Við leigðum bústað í Ölfusborgum í gegnum Eflingu fyrir litlar 14.000 kr helgina. Rannveig og Lilja komu og sóttu mig frá Skaganum á föstudeginum og við brunuðum af stað með fullan bíl af kósýfötum og nammi. Magga kom svo og hitti okkur í Ölfusborgum þegar þangað var komið. Allri helginni var svo eytt í spilamennsku, svefn, ÁT, videogláp, E- gláp og meira át. Held ég hafi sjaldan étið jafn mikið yfir eina helgi. Drakk smávegis af víni líka. Á föstudeginum útbjó Magga drykk sem heitir Gin Fizz, sem er besti kokteill sem ég hef smakkað. Við drukkum hann í tonnavís útá Mexíkó í den og höfum nokkrum sinnum reynt að gera hann hérna heima eftir það, en sjaldan náð honum mjög góðum. Hann var geveikur í þetta skiptið og ég drakk allnokkra :) allavega mesta áfengið sem ég hef drukkið í sirka 1 og hálft ár.....tók einn með mér í pottinn og svimaði alveg vel þegar ég stóð uppúr pottinum hehe. En það var engin þynnka eða neitt, svo þetta var allt í góðu lagi. Hrikalega góð og kósý ferð og ég er strax farin að hlakka til þeirrar næstu :)

Miðdegissnarl - hollt í þetta skiptið hehe (nammiskálin hreyfðist ekki á meðan þetta var á borðinu, bara eftirá)
Eftirrétturinn á laugardeginum ala Rósa. Betty með vanillukremi, jarðaberjum og kókosbollum....úff
mmmmm
Lilja byrjuð að sleikja útum, var svo spennt að smakka 
Rannveig ánægð með diskinn sinn (og hvítvínið)
Spiluðum Besta svarið. Þarna spurði ég hvað væri skrítnasta leyndarmálið sem mamma mín gæti sagt mér hahah
Kósý að horfa á Butler 
Mæli eindregið með svona vinkonuhelgi af og til í burtu frá ys og þys :) 

Góða nótt
xx
Rósa

No comments: