Thursday, March 27, 2014

Jesús Pétur hvað ég er orðin lélegur bloggari!! Tók janúar og febrúar svoleiðis með trompi, en svo er mars nú búinn að vera eitthvað lakari hjá mér....en það er bara svona ;)

Mér fannst eins og heimilisþrifin væru búin að sitja eitthvað á kantinum hjá mér uppá síðkastið. Hef bara engan veginn nennt að sinna þeim eins og skyldi, svo ég ákvað að setja upp plan, tja, ef plan má kalla, með öllum heimilisverkum sem ég vil að séu gerð í hverri viku (sum á hverjum degi) og svo skrifum við nöfnin okkar við verkin þegar við gerum þau. Þá get ég líka fylgst með hvað/hvort Elín sé nógu dugleg að hjálpa til og hvort að það séu nokkur verk sem gleymist. Svona lítur þetta út hjá okkur fyrir þessa viku:

Mæðgurnar búnar að standa sig í þrifunum
Þegar ég kom heim af æfingu áðan þá kom Elín Mist hlaupandi á móti mér alveg skælbrosandi og sagðist vera með glaðning handa mér. Hún lét mig loka augunum og leiddi mig inní herbergið mitt. Svo mátti ég opna augun og þá var hún búin að hengja uppá vegg (þar sem var nagli að sjálfsögðu) mósaík spegil sem hún bjó til í skólanum handa mér!! Hún er svo mikið krútt þessi elska! Ótrúlega flottur spegill :)

Nýji spegillinn minn
Ég er að vinna í því núna að senda inn pöntun fyrir páskaeggjasölunni hjá stelpunum í Gerplu. Þetta var það verkefni sem ég bauð mig fram í á fjáröflunarfundinum í vetur, að halda utan um páskaeggjasöluna. Elín seldi næstmest af öllum stelpunum! Maður er búinn að vera alveg ótrúlega leiðinlegur í vetur með allar þessar fjáraflanir endalaust, en þar sem ferðin hennar kostar í heildina 150.000 (án gjaldeyris) þá verðum við að reyna að safna sem mestu. Peningarnir vaxa ekki á trjánnum hérna hjá okkur, því miður. Enn eru einhverjar fjáraflanir eftir og svo er mamma mín á fullu að baka kleinur sem Elín selur líka, svona on the side. Þið fáið ekki frið fyrir mér (sem eruð vinir mínir á facebook) fyrr en í júní/júlí þegar þær fara loksins til Svíþjóðar! :)

Hef þetta ekki lengra að sinni
xx
Rósa

No comments: