Friday, March 28, 2014

Fimm staðreyndir um mig á föstudegi vol 4

1. Ég er farin að grána!! Ég er ekki lengi að sækja plokkarann þegar þau mæta á svæðið. En verð að viðurkenna að ég er hætt að hafa undan, og neyðist því til að lita æ oftar......

2. Mig langar rosalega mikið til að eiga einn lítinn svona:

Úff það er bara ekki til neitt krúttlegra held ég! 
3. Fyrir utan þennan litla sæta fluffly hvolp þá er ég ekki mikið fyrir hunda, en ég elska kisur! Myndi klárlega eiga 1-2 ef aðstæður leyfðu.

4. Þegar ég var unglingur skrópaði ég ansi mikið í sund og leikfimi. Fannst þetta helvíti á jörðu! Núna æfi ég 6 daga vikunnar

5. Afi minn heitinn átti einu sinni einhvern svaka fornbíl sem mér fannst alveg fáranlega ljótur. Einhverntíma sótti pabbi mig í skólann á þessum bíl, ég var sennilega svona 12 ára gömul. Ég skammaðist mín svo hryllilega mikið að ég faldi mig á góflinu alla leiðina heim! Ætlaði sko ekki að láta neinn sjá mig í þessari druslu!

Þar höfum við það, 5 algjörlega gagnlausar staðreyndir um mig :) 

Góða helgi
xx
Rósa

No comments: