Sunday, March 23, 2014

Bingó!

Vá það er bara komin heil vika síðan ég bloggaði síðast! það er náttúrulega ekki alveg að gera sig. Ég er bara búin að vera eitthvað minna í tölvunni þessa vikuna en venjulega og svo bara líður tíminn svo hratt. Finnst eins og ég hafi bara verið að blogga í fyrradag! En svo er nú aldeilis ekki!

Síðasta fimmtudag fórum við Elín Mist á konukvöld í Smáralindinni. Það var 20% afsláttur í flest öllum verslunum og við keyptum okkur eitthvað smá glingur og sokka. Ég fann líka mjög bleik og flott tvískipt nestisbox handa mér í MegaStore og Elín fann sér rosa flotta húfu í Orginal. Þar sáum við mikið af flottum fötum í hennar stærðum (12 ára), svo við munum fara þangað einhverntíma til að versla föt á skvísuna. Mér hefur oft fundist erfitt að finna föt á hana, þar sem hún er enn of lítil í XS í flestum kvenmannsverlsunum, en of stór til að versla í barnafataverslunum. Þarna voru flott skvísuföt á viðráðanlegu verði :)

Í síðustu viku skrifaði ég status á facebook síðuna mína þar sem ég var að pæla í að færa mig yfir í Hreyfingu, sem er nú varla frásögu færandi, fyrir utan það að nokkrum dögum síðar fæ ég símtal frá Hreyfingu um að ég hafi unnið hjá þeim í lukkuleik vikupassa hjá þeim! Það fannst mér einstaklega skemmtileg tilviljun. Ég fór strax daginn eftir þangað og er búin að fara núna á æfingu þar fjóra daga í röð. Mér finnst þetta mjög fín stöð og get alveg hugsað mér að færa mig þangað yfir alfarið. Versta er að ég er bundin í Sporthúsinu fram í nóvember (helvítis bindis-samningar!!!!) svo ég tími varla að vera að borga á tveimur dýrum stöðum. Sé rosalega eftir því að hafa keypt mér þetta kort í Sporthúsinu, nota það ekki neitt, það er bara alltof mikið úr leið fyrir mig eitthvað! Kannski mun ég þá bara halda áfram í Reebok (þar sem það er helmingi ódýrara en Hreyfing) þangað til í nóvember og skipta þá yfir, eða skella þessu í kæruleysi og skipta úr Reebok yfir í Hreyfingu......hef ekki hugmynd hvað ég mun gera. Mun sennilega ákveða það í fljótfærni einn daginn, eins og flest allt annað :)

Á laugardaginn fór ég uppá Skaga, Poo-inn minn þarfnaðist ennþá smá lagfærningar til að komast í gegnum skoðun og svo voru mamma og vinnuvinkonur hennar að halda bingó í fjáröflunarskyni fyrir utanlandsferðar sem þær eru að fara í haust. Við keyptum nokkur spjöld og skemmtum okkur mjög vel, þrátt fyrir að vinna ekki neitt (sem er alveg ótrúlegt mv hvað við vorum með mörg spjöld og hvað það voru margir vinningar í boði). En heppnin var víst ekki með okkur í þetta skiptið.

Elín Mist bingó-player
Ég bingó-player
Það var farið all in með 3 spjöld á mann :) 
Mamma á þessa fínu húfu - mig langar svo í svona!!! fyrsta húfan sem ég fíla á mér 
Æji þetta er eitthvað hrikalega óspennandi blogg hjá mér, ég biðst forláts! mun blogga meira í næstu viku og þá eitthvað miklu meira krassandi! Þið megið nú líka endilega skrifa í komment hvað þið viljið helst að ég bloggi meira um....viljiði að ég skrifi um nýja sjónvarpsþætti sem ég mæli með, eitthvað úr ræktinni.....endilega komið með hugmyndir :) mér finnst mjög gaman að blogga, en stundum vantar manni hugmyndir og smá feedback. Ekki vera hrædd við að láta í ykkur heyra, mér finnst það bara gaman :)


 xx
Rósa

2 comments:

Anonymous said...

Ég les flest allt sem þú skrifa ;-)

Kv zanny

Ragnheiður Svava Karlsdóttir said...

Sama hér! :)