Friday, June 6, 2008

BÚIN

Það kom að því. Ég er loksins búin að klára alla þá áfanga við Háskólann á Bifröst sem ég þarf til þess að útskrifast sem viðskiptafræðingur í september næstkomandi. Ekkert smá skrítin tilfinning. Ég þarf aldrei að sitja fyrirlestur hér aftur, þarf ekki að skila einu einasta verkefni í viðbót í neinu fagi og aldrei aftur þarf ég að mæta í verkefnatíma. Alveg magnað. Ég er náttla samt ekkert alveg sloppin þar sem ég á eftir alla BS ritgerðina mína, ekki nema 8 einingar, takk fyrir pent. En þetta er samt alveg tilefni til að fagna. Ætla að gera það á morgun.

Eigið góða helgi

3 comments:

Anonymous said...

Til hmingju með þetta Rósa mín :)
Kveðja Magga

Anonymous said...

Æði til hamingju með þetta... bara gaman að vera fröken næstum því viðskiptafræðingur.. ennbetra þegar þú verður orðin fröken viðskiptafræðingur næsta haust, er það ekki???? Kveðja Rannveig

Anonymous said...

Hæ hæ sit hér í tíma í kostnaðar og nytjagreiningu.... ótrúlega þreytt og ég er að hugsa til þess að þú ert núna bara steinsofandi og dreyma ljúfum draum :) en gaman að því 3 vikur í að ég verði búin :)en til hamingju

kv, Zanný