Tuesday, June 12, 2012

Sumarið

Hver elskar ekki sumarið?? Það er einhvernveginn allt skemmtilegra og betra yfir sumarið. Ég er reyndar ekki búin að geta tanað neitt gífurlega mikið, bæði vegna vinnu og bruna. Ég brann þegar sólin kom fyrst svo hrikalega illa að ég þurfti að halda mig innandyra í rúma viku eftir það. Svo hef ég líka verið að taka gymmið soldið fram yfir það að fara í sólbað og svo hef ég verið að nýta helgarnar í að njóta sumarsins, ekki bara til að tana. Síðustu sumur hafa snúist soldið um það hjá mér að nota hverja lausa mínútu í sólinni til að tana.....en ég ætla ekki að gera það núna. Allt í lagi að kíkja smá í sólbað, segi það ekki (með sólarvörn þá, keypti mér númer 20) en ég ætla frekar að reyna að njóta sumarsins á annan hátt núna. Gera eitthvað skemmtilegt. There is more to life than tanning....hehhe.

Það er svo ótrúlega margt skemmtilegt á dagskránni í sumar, svo margt að hlakka til. Í fyrsta lagi þá eru það bætingar í ræktinni....það er aldrei eins gaman að æfa eins og á sumrin, finnst mér. Þá virkilega vill maður vera í formi til að geta sprangað um léttklæddur í sólinni og vera sáttur við sjálfan sig :) Svo er það stelpu-sumarbústaðarhelgi núna í lok júní. Heimsæki Eddu til Akureyrar í viku um miðjan júlí. Fer í sumarbústað með skvísunni minni um miðjan ágúst í viku. Hver veit nema maður skelli sér aftur á Þjóðhátíð, að minnsta kosti verður farin ein ferð til Vestmannaeyja og jafnvel komið við í stúdíói þar :) Það verður farið í eina útilegu, á reyndar eftir að plana það alveg, en það er á möst listanum (því hún Elín mín heimtar það!), svo er það sund, grill, nauthólsvík, langisandur, pallurinn hjá mömmu og pabba og fleira og fleira skemmtilegt :D

ooog svo að lokum þá byrja ég að kötta aftur 25. ágúst......ætla að byrja muuuun sterkari en síðast og taka mér 13 vikur í þetta. Þetta er markmiðið:


Svo hrikalega spennandi :)

No comments: