Friday, March 14, 2014

Fimm staðreyndir um mig á föstudegi vol 3

1. Ég á 2 albræður og 3 hálfbræður. Tvo af hálfbræðrum mínum þekki ég samt ekki neitt og finnst það mjög leiðinlegt, það er eiginlega bara frekar skammarlegt!

2. Ég borða ekki majones. Sem gerir það að verkum að ég borða ekki tilbúin salöt, kokteilsósu, sinnepssósu, hamborgarasósu, pítusósu og svo framvegis. Allt þetta leiðir svo til þess að ég get aldrei keypt mér tilbúnar samlokur, langlokur eða neitt í þeim dúr, þar sem það er alltaf útatað í einhverri majones leðju.

3. Ég hélt dagbók þegar ég var ófrísk og þar stendur á einni af fyrstu blaðsíðunum í bókinni að ef barnið verði stelpa eigi það að heita Elín Mist og ef það yrði strákur Ísak Örn.

4. Ég naga neglurnar og skinnið í kring. Ógeðslegt ég veit. En þetta virðist vera eini ávaninn sem ég get ómögulega vanið mig af! Tekst stundum í smá tíma, en svo áður en ég veit af er ég byrjuð aftur :(

5. Ég er MJÖG sérvitur. Fjarstýringarnar VERÐA að vera ofan í skálinni, uppþvottaburstinn VERÐUR að vera hægra megin við vaskinn, handklæðin VERÐA að vera brotin rétt saman, skórnir VERÐA að vera í skógrindinni og svo mætti lengi telja. Ég geng út um allt hús og laga hlutina ef þeir eru ekki réttir! Það er ekki hægt að búa með mér!


Góða helgi 

xx
Rósa

No comments: