Wednesday, February 19, 2014

Is that a bird? Is that a plane? That cat is insane!

Ég hélt Saladmaster matarboð hérna heima hjá mér í gær og fékk að launum ótrúlega fína matarkvörn. Var svo spennt að fá hana, því mér finnst hún bæði ógeðslega flott og svo er hægt að nota hana í svo mikið. Hlakka til að fara að nota hana.

Pakki til mín!! :) 
Fallega kvörnin mín (og skálin fylgdi með) 
Tekur sig bara vel út í eldhúsinu mínu (biðst afsökunar á skítugri eldavél)
Annars er miðvikudagur í dag og ég ætti þannig séð að koma með máltíð dagsins færslu. Ég bara borðaði nákvæmlega EKKERT spennandi í dag. Þannig að ég læt bara kvörnina duga hehe. Hugsanlega gæti þetta myndband líka bætt eitthvað úr því:


Ég er að segja ykkur það, þið verðið að horfa!! Bara titillinn á laginu "watching cats on the internet" fær mann til að hlæja. Þær eru svo miklir snillingar báðar tvær. Ef þið hafið ekki kíkt á þættina með henni Rebel, "Super Fun Night", þá mæli ég hiklaust með þeim. Mjög fyndnir þættir og mér finnst hún Rebel algjört æði. 

Ég var rétt úr þessu að koma úr ræktinni, tók rosalega hamstrings- og glutes æfingu, er alveg búin á því. Er að láta renna í sjóðandi heitt bubblu bað núna, finnst það svo rosalega notalegt eftir fótaæfingu því þá er maður alltaf alveg extra búinn á því. 

Eigið gott kvöld 

xx
Rósa

No comments: