Pages

Friday, February 21, 2014

Kápa og konudagurinn í vinnunni

Þá er alveg að fara að skella á helgarfrí. 
Hversu ljúft verður það? 

Í dag klæðist ég kápu sem ég keypti árið 2007 í Feneyjum á Ítalíu. Ég fór að hugsa um það í morgun þegar ég klæddi mig í hana að það er ótrúlegt hvað það sést lítið á henni miðað við að hún er orðin 5 ára gömul og mikið notuð, sérstaklega þegar ég keypti hana fyrst.

Í kápunni minni í lyftunni í morgun á leið í vinnuna
 Ég ákvað að kíkja á miðann á kápunni því ég get engan veginn munað hvað verslunin hét sem ég keypti kápuna í. Ég man að þetta var einhver voðalega fancy búð og allar kápur voru á 50% afslætti. Ég var alein um miðjan vetur á göngu um Feneyjar, svo það þurfti ekki mikið að tala mig til (jafnvel ekkert). En kápan er sem sé frá Nunalie

Á sunnudaginn er svo Konudagurinn og í tilefni þess báðu strákarnir í vinnunni okkur uppá kökur og slúður í morgun. Í boði var kaka ársins, sem allir voru alveg að missa sig yfir, en mér fannst hún ekki góð. Enda hef ég ekki verið þekkt fyrir að vera mikil kökumanneskja. Hún er einhvernveginn svona frauð að innan.....og mér finnst svoleiðis ekki gott :) En þar sem það var líka boðið uppá slúður nældi ég mér í 4 blöð, hlakka til að lesa þau heima í kvöld með rauðvínsglas í hendi.

Kökur í boðinu
Slúður fyrir kvöldið
Á morgun er svo stefnan sett á Cross fit leikana að horfa á Lilju vinkonu taka á því, skella mér svo á æfingu og bruna svo til Hveragerðis í eitt stykki barnaafmæli.

Í kvöld er svo komið að föstum lið á blogginu mínu "fimm staðreyndir um mig á föstudegi", þannig að endilega fylgist með :) 

xx
Rósa

No comments: