Pages

Monday, February 10, 2014

Skaginn

Ég eyddi helginni í foreldrahúsum á Skaganum ásamt Elínu minni. Smá yfirhalning fyrir Poo-inn minn var löngu orðin tímabær og ég er svo heppin að eiga pabba og bræður sem eru bíla-snillingar. Poo-inn var að mér fannst eins og nýr eftir helgina, hann fékk sinn upprunalega lit aftur (hvítan), nýjan skóbúnað, nýja lýsingu og nýjan hemlunarbúnað, svo eitthvað sé nefnt. Ég fór svo með gripinn í skoðun í hádeginu í dag og hélt nú aldeilis að ég myndi fá skoðun út 2015. Það var ekkert lítið sem ég varð vonskvikin þegar ég sá mennina líma grænan miða á númerið á Poo. Endurskoðun út mars. Þetta er að mig minnir þriðja endurskoðunin sem hann fær núna!! Svona bílavesen er alveg það minnst skemmtilegasta sem ég veit um!!!

Greyjið Poo 
Ég fór svo náttúrulega á æfingu á meðan ég var á Skaganum. Svo gaman að hafa loksins æfingafélaga! Við Lilja tókum æfingu í salnum bæði á laugardag og sunnudag og það var ekkert smá gaman. Á laugardeginum fórum við Elín líka í sund og göngutúr eftir æfinguna, svo það er óhætt að segja að maður hafi hreyft sig nóg þessa helgina. Það vantaði ekki uppá mínúturnar í Lífshlaupið hjá mér eftir þessa helgi :)


Lilja að taka á því í salnum stórkostlega á Skaganum.....höhömm

Ég í átökunum 
Á laugardagskvöldið fórum við allar mæðgurnar þrjár, ásamt Ingu Rósu vinkonu hennar mömmu að borða á Gamla Kaupfélaginu. Það er svo góður maturinn þarna, ég hef borðað þarna þrisvar sinnum núna, aldrei keypt mér sama réttinn, en alltaf verið jafn ángæð. Kósý stemmning og góður matur klikkar aldrei.
Kellur á Kaupfélaginu
Ætla að láta þetta duga í bili. Ég er með fleiri blogg-færslur í bígerð, svo það verður líf hérna á síðunni næstu daga :) 

xx
Rósa

1 comment:

Anonymous said...


Takk fyrir mega næs æfingahelgi svo gaman að hafa partner :)

Hlakka til að tak á því aftur við fyrsta tækifæri :D

Kv.
Lilja