Tuesday, February 11, 2014

Pretty little liars - Emily

Stelpurnar í Pretty Little Liars
Ég var að horfa á Pretty little liars í gærkveldi áður en ég fór að sofa, sem er nú varla frásögu færandi nema að ég gjörsamlega slefaði yfir nokkrum jökkum sem Emily klæddist. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei tekið eftir því áður að hún sé eitthvað einstaklega smart, venjulega hefur mér þótt Spencer eða Hannah hafa vinningin í því samhengi.
Spencer
Ég horfði á 2 þætti og ég held að Emily hafi vippað einhverjum fimm KLIKKUÐUM jökkum úr fataskápnum sínum í þeim. Ég fór náttúrulega beint á google að reyna að finna myndir af þessum jökkum....ég var ekkert sérstaklega að reyna að finna hvar ég gæti keypt þá eða neitt, þar sem það er ekkert að fara að gerast á næstunni hvort eð er. Þetta eru bara svo flottir jakkar, að ég VARÐ að deila þeim með ykkur....hversu gaman væri að eiga alla þessa í skápnum sínum???
Er ekki rosalega hollt að láta sig dreyma? 

xx
Rósa


No comments: