Thursday, February 6, 2014

Æfingar til að gera heima í stofu

Á hverju ári tekur vinnustaðurinn minn þátt í Lífshlaupinu. Þeir sem hafa ekki kynnt sér hvað það er geta gert það HÉR. Við erum með 3 lið og tvö þeirra eru á skrifstofunni. Í mínu liði erum við 10 stelpur  og við köllum okkur Penna-Freyjur. Þó svo að þetta sé keppni á milli fyrirtækja, en ekki innan fyrirtækjanna, þá er samt alltaf soldil keppni á milli liðanna okkar tveggja á skrifstofunni. Lífshlaupið stendur yfir frá 5. til 25. febrúar og á þeim tíma ætla ég að vera mega dugleg og vakna aðeins fyrr á morgnanna svo ég geti gert 20-30 mín af æfingum heima í stofunni fyrir vinnu. Svo held ég mig náttúrulega við lyftinarnar eftir vinnu líka :) Ég er að sjálfsögðu ALL IN í þessu. Var að skoða allskonar rútínur sem ég gæti gert á morgnanna, svo þægilegt að hafa eitthvað tilbúið. Á örugglega eftir að gera mestmegnis af þessum rútínum áður en Lífshlaupinu lýkur: (smellið á myndir til að sjá þær stærri)


Annars býð ég bara góða nótt

xx
Rósa

No comments: